Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 124
124 Valsblaðið 2015
Eftir
Brynjar Harðarson
á ári og er þá allt meðtalið, laun, launa-
tengd gjöld og í sumum tilvikum bíll og
íbúð. Fáir leikmenn eru í hærri launa-
kantinum en hlutfall launakostnaðar
þeirra liða sem keppa um Íslandsmeist-
aratitilinn í knattspyrnu er í engu sam-
ræmi við rekstrarumfang þeirra.
Í mörgum af stærstu íþróttadeildum
heims eru nú gerðar stífar fjárhagslegar
kröfur til íþróttafélaga. Kröfur um að
launahlutfall fari ekki yfir ákveðið hlut-
fall af rekstrarumfangi verða stöðugt út-
breiddari og margt hefur verið reynt til
að jafna fjárhagsforsendur keppnisliða,
því það er ekki góð þróun fyrir neina
íþrótt að fáein lið einoki deildir eins og
raunin er í nánast öllum stóru knatt-
spyrnudeildum Evrópu. Við þetta bætist
fjárhagslegur ávinningur af keppnisrétti
og árangri í deildum eins og Champions
League. Hann er orðin slíkur að þau lið
sem ná árangri þar ár eftir ár verða fljótt
í sérflokki bæði árangurs- og fjárhags-
lega séð.
Hvað er að gerast á Íslandi?
Nýlega lýsti FH, fyrst íslenskra íþrótta-
félaga, því yfir að í knattspyrnu væri fé-
lagið atvinnumannalið. FH hefur borið
höfuð og herðar yfir önnur lið á Íslandi
undanfarin ár og því verið þátttakandi í
Evrópukeppni um langt árabil. Forráða-
menn félagsins hafa lýst því yfir að
stefna þeirra sé að komast í sjálfa riðla-
keppnina með tilheyrandi fjárhagslegum
ávinningi.
Fjárhagslegur grundvöllur íslenskra
íþróttafélaga á hins vegar ekkert skylt
við þann veruleika sem hér er lýst að
framan. Mörg af knattspyrnuliðum í
efstu deild greiða leikmönnum sínum og
þjálfurum meira en sem nemur 100% af
beinum rekstrartekjum, sem eru að-
göngumiðar, „sponsor“- og auglýsinga-
samningar og árangurstengdar tekjur. Til
að fjármagna taprekstur verður því að
skapa tekjur af öðrum toga, styrki og
önnur fjárframlög (opinber, frá einstak-
lingum og með öðrum hætti). Rekstrar-
viku. Til samanburðar er áhugavert að
bera saman skandinavísku deildirnar
þangað sem íslenskir leikmenn leita
mest. Af þeim borgar danska Superligan
best, eða um 550 þúsund króna meðal-
vikulaun. Í norsku Tippeligaen eru meðal
vikulaun um 430 þúsund og í sænsku
Allsvenskan um 324 þúsund krónur.
Ekki finnast upplýsingar um sambærileg
meðallaun á Íslandi.
Það er því heldur ekki óeðlilegt að
þessi þróun hafi haft áhrif á íslenskt
íþróttalíf og umhverfi þess. Nú er svo
komið að nánast allir þeir leikmenn sem
keppa í efstu deild knattspyrnunnar á Ís-
landi fá greitt fyrir þátttöku sína. Kostn-
aður íþróttafélags við einn einstakan
leikmann á ársgrundvelli getur verið á
bilinu 400 þúsund kr. og 20 milljónir kr.
Öllum sem fylgjast með íþróttum
eru ljósar þær umbyltingar
sem orðið hafa á umgjörð og
rekstri íþróttafélaga. Umfjöllun
um tekjur íþróttamanna á
alþjóðlegum vettvangi er
oft jafn fyrirferðarmikil
og um íþróttina sjálfa
Þær upphæðir sem oft er um að tefla eru
stjarnfræðilega háar og eiga ekki síst ræt-
ur að rekja til umbreytinga á sjónvarps-
markaði. Upphæðir sem greiddar eru fyr-
ir t.d. sjónvarpsrétt stærstu knattspyrnu-
deilda í Evrópu hafa farið stighækkandi
síðustu ár. Þessi þróun hefur valdið gríð-
arlegum launahækkunum hjá atvinnu-
íþróttamönnum. Gríðarlegur munur er á
tekjum atvinnumanna í mismunandi
íþróttum. Tekjur knattspyrnumanna eru
t.d. margfalt meiri en handknattleiks-
manna og endurspeglar það gjörólíkan
heim þessara íþróttagreina þegar kemur
að sjónvarps- og auglýsingatekjum.
Ekki er óeðlilegt að þessi þróun eigi
sér stað. Grunnurinn og forsendur sjón-
varpssamninga og auglýsingasamninga
eru íþróttamennirnir sjálfir. Geta þeirra
og frægð er það sem áhorfendur vilja sjá
og fylgjast með og skapa forsendur
þeirra gríðarlegu upphæða sem eru
greiddar fyrir réttinn til að sýna frá vin-
sælustu íþróttaviðburðum heimsins.
Launkostnaður í knattspyrnu
Það er ekki óeðlilegt að draumur fleiri og
fleiri ungra íþróttamanna sé atvinnu-
mennska og að spila á stóra sviðinu, sem
er reglulega á sjónvarpsskjám milljóna
manna með tilheyrandi frægð og tekju-
möguleikum. Í ensku úrvalsdeildinni
þénar Wayne Rooney mest eða 47 millj-
ónir kr. á viku og að meðaltali þéna leik-
menn deildarinnar 8,5 milljónir kr. á
Á hvaða leið eru fjár-
mál íþróttafélaganna?
Umfjöllun um
launagreiðslur í íslenskri
knattspyrnu er viðkvæmt
málefni og má líkja
við heita kartöflu sem
enginn vill halda á
Brynjar Harðarson