Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 74

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 74
74 Valsblaðið 2015 Á meðan á viðtalinu stóð komu nokkr- ir viðskiptavinir Lárusar til að skila bökkum eða gera upp. Luku þeir allir upp miklu lofsorði á framleiðsluna og Lárus sjálfan: „Þú ert snillingur“ sagði einn og bætti við … „og meistari líka.“ Ekki slæm byrjun á þriðjudegi í byrjun nóvember. Einn þeirra tók fram að veitingarnar hefðu gert það mikla lukku að sennilega myndu mikil viðskipti fylgja í kjölfarið. Ég bjóst við að Lárus tækist allur á loft og sæi fram á annatíma og mikinn biss- ness, en Lárus sagði á sinn hæverska hátt að hann vildi nú ekkert endilega fá fleiri viðskiptavini því á næstu árum stæði til að fara að draga saman seglin. Draga saman seglin? Eldist Lárus Loftsson? Þetta leiddi hugann til ársins 1964 er leiðir okkar lágu fyrst saman. Það hafa vissulega liðið mörg ár en Lárus hefur ekkert breyst, allavega ekki í anda. Gef- um nú Lárusi orðið: „Það er einfalt að segja frá því hvers vegna ég gekk í Val. Ég bjó í Eskihlíð- inni og var ekki nema tvær eða þrjár mínútur að hlaupa niður á Valsvöll. Það var leikvöllurinn alla daga frá morgni til kvölds. Ég var svona átta ára. Ég kynnt- ist þarna þeim mönnum sem stjórnuðu Val á þessum tíma, Sigurði Ólafssyni, Úlfari Þórðarsyni, Frímanni Helgasyni og svo auðvitað Sigurði Marelssyni sem var unglingaleiðtogi Vals á þessum árum. Við bárum mikla virðingu fyrir Sigurði. Hann leiddi okkur í gegnum þetta allt saman. Hann var ekki þjálfari en sá um þetta félagslega, hélt fundi og sýndi kvikmyndir. Það var alveg meiri háttar.“ Fenguð þið skipulega þjálfun? „Neei …“ sagði Lárus, „Það voru þessir kallar eins og Sigurður Ólafsson sem leiðbeindu okkur í 5. flokki. Sigurð- ur var svo með okkur á inniæfingum yfir vetrartímann í gamla íþróttahúsinu sem þá var reyndar alveg nýtt. Þetta var meira svona leikur. Svo fylgdumst við af lotn- ingu með meistaraflokki félagsins. Þarna voru m.a. Árni Njáls, Helgi Dan, Elli Hergeirs, Friðjón, Ægir, Björgvin Her- manns og allir þessir strákar sem urðu Ís- landsmeistarar 1956. Þetta voru stjörnur. Maður sökkti sér alveg í þetta – alveg óborganlegur tími. Skotinn Murdo McDougal var eiginlega fyrsti þjálfarinn minn. Það var ekki fyrr en í fjórða flokki. Við urðum reyndar Íslandsmeistarar. Ég lék þar með strákum eins og Svenna Alf- ons, Hemma Gunn og fleirum. Svo æfði ég upp alla yngri flokkana.“ Síðastliðið sumar var hálf öld liðin frá því að 5. flokkur Vals hampaði Íslands- meistaratitli á Melavellinum. Ógleyman- leg stund sem enn lifir í minningunni. Nú eru þessir strákar komnir, þótt ótrúlegt megi virðast, á sjötugsaldurinn. Hópurinn kom saman í sumar sem leið og minntist þessa atburðar (sjá sérstaka umfjöllun í blaðinu). Þjálfarar liðsins árið 1965 voru þeir Karl Harry Sigurðsson og Lárus Loftsson. Lárus var einn farsælasti barna- og unglingaþjálfari Vals frá upphafi. Hann er einn þeirra sem alla tíð hefur haldið tryggð við Val og á þeim vettvangi deilt sinni jákvæðu lífssýn og hugarfari til fjölda ungmenna og félagsins í heild. Blaðamaður Valsblaðsins settist niður með Lárusi á fallegum nóvembermorgni í fyrirtæki hans Veisluþjónustunni sem hann hefur starfrækt frá árinu 1988. Eftir Jón Guðmundsson Lárus Loftsson: „Ég lifði og hrærðist í Val“ Lárus með Gordon Rouge orðuna sem samtök matreiðslumeistara á Norðurlöndum veitir fyrir vel unnin störf, fagleg og félagsleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.