Valsblaðið - 01.05.2015, Side 72

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 72
72 Valsblaðið 2015 Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari Vals annað árið í röð en hann varð lang- efstur á skákmóti Vals sem fram fór í Lollastúkunni í félagsheimili Vals að Hlíðarenda. Jón Viktor átti titil að verja þar sem hann vann Valsmótið einnig í fyrra sem jafnframt var minningarmót um hinn dáða Valsmann og skákunnenda Hermann Gunnarsson. Sigur Jóns Vikt- ors var afar öruggur en hann hlaut 7½ vinning af 9 mögulegum. Jón Viktor náði snemma forystunni og hélt henni til loka. Næstir komu stórmeistarinn Jón L. Árnason og Ingvar Þ. Jóhannesson en þeir hlutu 6½ vinning hvor. Efstur og þar með sigurvegari í flokki 16 ára og yngri var Gauti Páll Jónsson en hann hlaut 5 vinninga. Tefldar voru níu umferðir og tímafyrirkomulagið var 5 2. Aðalskákstjóri mótsins var Helgi Ólafsson en honum til aðstoðar voru Gunnar Björnsson forseti SÍ og Stefán Bergsson en þeir voru einnig á meðal keppenda sem voru 31 talsins. Í stuttri ræðu fyrir mótið sagði Helgi frá því að eftir að VALS-HRÓKURINN fannst fyr- ir nokkrum árum síðan hafi Valsmótið – og keppninni um þennan timbraða bikar – verið reist við og það hafi gerst með móti sem haldið var í Lollastúkunni vor- ið 2013. Þá var Hermann Gunnarsson meðal keppenda en hann lést nokkrum vikum síðar. Halldór Einarsson HEN- SON gerði sögu VALS-HRÓKSINS nokkur skil í stuttu ávarpi og síðan var Ragnar Gunnarsson, bróðir Hemma Gunn, fenginn til að leika fyrsta leik mótsins en það gerði hann fyrir Jón L. Árnason sem tefldi við Gauta Pál Jóns- son í fyrstu umferð. Meðal verðlauna voru árskort á leiki Vals í efstu deild Íslandsmótsins í knatt- spyrnu, Valstreyja sem leikmenn Vals á fjórða áratug síðustu aldar íklæddust í kappleikjum en nokkrar treyjur voru endurhannaðar af HENSON í tilefni af 100 ára afmæli Vals 11. maí 2011. Við mótslit fengu allir þátttakendur 20 ára og yngri keppnistreyju frá HENSON. Félagsstarf Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari Vals annað árið í röð Jón Viktor Gunnarsson sigurvegari skákmóts Vals 2015 og handhafi Hróksins. Gauti Páll Jónnson sigurvegari í flokki 16 ára og yngri með Helga Ólafssyni sem var aðalskákstjóri mótsins. Halldór Einarsson HENSON fer yfir sögu Hróksins en hann gaf einnig flesta vinninga á mótinu. Ragnar Gunnarsson bróðir Hermanns Gunnarssonar leikur fyrsta leikinn á mótinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.