Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 45

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 45
Valsblaðið 2015 45 Starfið er margt nes er um 200–250 þúsund manna há- skólabær. Miðbærinn er gamall og mjög huggulegur en af því að þetta er háskóla- bær þá er mun meira líf á svæðinu á vet- urna heldur en á sumrin. Við munum búa í Cesson sem er úthverfi Rennes en liðið heitir einmitt Cesson Rennes. Þar er heimavöllur liðsins. Ég búinn að hitta aðalþjálfarann sem er Frakki sem spilaði með Ragga hér áður. Hópurinn er mjög öflugur og félagið hefur háleit markmið. Ég veit ekki til þess að það séu landsliðs- menn í liðinu enda hafa Frakkar lítið breytt sínum hópi um langa hríð. Þú ert mjög kröfuharður á sjálfan þig og sé þig iðulega mjög kappsfullan í leikjum. Það fer ekki á milli mála þeg­ ar þér mislíkar. En samt ertu fyrstur manna til að rétta andstæðingnum hendina eftir samstuð og pústra. Er ekkert mál fyrir þig að kveikja og slökkva á villidýrinu? Vandinn er fyrst og fremst að kunna að hemja sig. Það tekst ekki alltaf. Ég fékk mína þriðju brottvísun og þar með rautt af því að ég missti mig í leik fyrir skömmu síðan. En við verðum líka að hafa í huga að handboltaheimurinn á Ís- landi er fremur lítill og við erum allir ágætis félagar. Maður kæmist aldrei langt ef maður myndi ekki rétta höndina eftir pústra eða taka við fyrirgefningunni þegar svo ber undir. Maður yrði annars fljótur að kalla yfir sig óvinsældir og það kæri ég mig ekki um. En samt þannig að urinn okkar, fæddist í prófatörn og úr- slitakeppninni sl. vor þá höfum við þurft að hafa fyrir hlutunum. Það hefur verið mikið álag á Herdísi í hennar námi. Prófa törnin sem var að klárast hefði aldrei gengið svona vel nema af því við eigum gott bakland. Því foreldrar okkar flugu að norðan og voru hjá okkur á meðan við vorum í prófum. En það eru sem betur fer víða gott fólk sem er til í að koma til móts við okkur og aðstoða. En hvers konar pakki er það að vera kallaður til liðs við landsliðið? Þetta bar nú brátt að. Ég fékk ekki nema tvær æfingar með landsliðinu. Til að byrja með fannst mér þetta vera hálf súrrealísk upplifun. Nokkrum dögum áður hafði ég verið að horfa á þessa kappa í leikjum á netinu. En allt í einu var ég kominn á æfingu með Guðjóni Val, Björgvini Páli og Arnóri Atlasyni en sá síðast taldi þjálfaði mig um tíma þegar ég var að byrja í handbolta. Það var gam- an að sjá hvar maður stóð í handboltan- um þar sem ég hafði aldrei verið í endan- legum landsliðshópi Að átta sig á því að maður væri þetta nálægt því að vera val- inn í liðið var frábært. Síðan var gaman að fá að fara út með liðinu og fá ótrúlega mikinn spilatíma. En hvernig meturðu þig sem leikmann eftir að þú mættir þessum hetjum í landsleikjunum? Fannst þér að þú þyrftir að vinna í ákveðnum hlutum til að bæta þig á afmörkuðum sviðum? Eða áttirðu í fullu tré við þá? Fyrst þegar við spiluðum gegn Norð- mönnum þá fann ég fyrir því að ég þarf að vinna mun betri fótavinnu. Þegar maður spilar gegn þeim sem spila mjög hraðan bolta með örum klippingum. En ég naut þess líka að Guðjón Valur og Aron komu til mín með ábendingar um hvað ég þyrfti að laga. En líka upplifði maður það að eiga oft helling í þessa stóru karla. En fékk líka að finna fyrir því þegar Narcisse tók djúpu fintuna sína og skildi mig eftir úti á túni. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég fór út af og hugsaði með mér að það hafi þó a.m.k. heiður að vera fintaður af Narcisse. En síðan náði ég að standa betur í honum seinna í leiknum. Niðurstaðan er því sú að það er fullt af hlutum sem ég þarf að bæta en ég er á réttri leið. En síðan er ferðinni heitið til Frakk­ lands. Veistu út í hvað þú ert að fara? Í djúpu laugina, það er augljóst. Ren- maður verður að mæta í leikina af festu og vera staðráðinn í því að leggja sig all- an í verkefnið. Mæta í hvern leik til þess að vinna og því má maður aldrei vera of góður við þessa karla. En ég læt frænda (Geir Guðmundsson) stundum heyra það. Ertu kröfuharðari við frænda þinn en aðra í liðinu? Já örugglega. Hann er nánast eins og bróðir minn og er minn besti vinur. Ég á það til að endurtaka skilaboðin til hans. En fæ þá að heyra: „ÉG VEIT!“ En mér þykir mjög vænt um það samband okkar. Þó svo að ég eigi það til að koma með einhverja gagnrýni á hann. Að lokum ætla ég að biðja þig um að koma með heilræði til yngri iðkenda í handboltanum. Það væri auðvelt að koma með ábend- ingar um aukaæfingar eins og flestir gera. En það sem mínir þjálfarar og mamma hafa bent mér á að ég hafi fram að færa er að smita út frá sér. Ekki bara mæta til að spila góðan leik heldur líka til að láta fé- lagann við hliðina á þér spila góðan leik. Ég reyni að hrósa sem mest og hvetja sem mest þegar illa gengur. Það eru líklegast mín heilræði, að hafa í huga að hjálpa öðrum að vera betri. Valsblaðið þakkar Guðmundi Hólmari fyrir ánægjulegt viðtal og óskar honum velfarnaðar í verkefnunum sem eru fram- undan. „Ég reyni að hrósa sem mest og hvetja sem mest þegar illa gengur,“ segir Guð- mundur Hólmar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.