Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 83

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 83
Valsblaðið 2015 83 Þegar þessum mælingum var lokið lauk afskiptum af fyrri þjálfunarhópi en seinni þjálfunarhópur tók þátt í sambærilegri þjálfun og fyrri þjálfunarhópur. Eftir seinna þjálfunartímabilið voru mælingar aftur endurteknar hjá báðum hópum. Þar með lauk afskiptum rannsakenda einnig af seinni þjálfunarhópi. Sex mánuðum eftir að seinni þjálfunarhópur lauk sinni þjálfun voru mælingar endurteknar í fjórða sinn á báðum hópum. Að því loknu lauk rannsókninni formlega en hún stóð yfir í eitt og hálft ár. rannsókninni og hvort hún hefði mis- munandi áhrif á ólíka aldurshópa. Með alþjóðlegar ráðleggingar og sjálfbærni að leiðarljósi var einnig reynt að meta hvort sú aðferð og íhlutun sem beitt var gæti reynst gagnleg fyrir eldri einstaklinga til að viðhalda eða bæta eigin heilsu til lengri tíma. Þátttakendur og fjölþætt þjálfun Þátttakendum í rannsókninni voru 117 og var þeim skipt af handahófi í tvo hópa, fyrri þjálfunarhóp (56 þátttakendur) og seinni þjálfunarhóp (61 þátttakandi). Að loknum grunnmælingum og skiptingu í þessa tvo hópa stóð þjálfunar- og rann- sóknartími yfir á þremur sex mánaða tímabilum. Fyrri þjálfunarhópur tók þátt í 6 mánaða fjölþættri þjálfun auk þess sem hann fékk næringar- og heilsuráð- gjöf. Seinni þjálfunarhópurinn virkaði sem viðmiðunarhópur í 6 mánuði. Eftir 6 mánaða fjölþátta þjálfun hjá fyrri þjálf- unarhópi og biðtíma hjá seinni þjálfunar- hópi voru grunnmælingar endurteknar. Janus Friðrik Guðlaugsson er fæddur 7. október 1955. Hann lauk doktorsnámi í íþrótta- og heilsufræðum 22. sept- ember 2014, íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Ís- lands að Laugarvatni 1976, BS-prófi í íþróttafræðum og stjórnun frá Kaupmannahafnarháskóla 1997 og MEd-prófi frá Háskóla Íslands 2006. Janus starfar nú sem lektor við íþrótta- og heilsubraut á Menntavísindasviði Háskóla Ís- lands. Meðal kennslugreina eru aðferðafræði rannsókna, al- menn og sérhæf kennslufræði íþrótta, íþróttaþjálfun, vett- vangsnám á sviði íþróttakennslu og þjálfunar, þjálfun eldri aldurshópa og knattspyrnuþjálfun. Janus starfaði sem námstjóri í íþróttum við menntamála- ráðuneytið 1986–1996 og sem faglegur umsjónarmaður við námskrágerð 1997–2000. Janus hefur auk þess sinnt kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Við Lækjarskóla í Hafnarfirði 1977–1979, stundakennslu við Álftanesskóla og kennslu við Iðnskólann í Hafnarfirði 1999–2005 auk kennslu við Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1976–1977. Janus starfaði um árabil sem stundakennari við Kennaraháskóla Íslands og starfar sem námskeiðskennari fyrir Knattspyrnusamband Íslands auk þess að hafa ritað bækur og greinar um efni tengt kennslu og þjálfun. Hann bjó í Köln í Þýskalandi og Lugano í Sviss, þar sem hann starfaði sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann hefur leikið í unglingalandsliðum í handknattleik og knattspyrnu og einnig með A-landsliði Íslands í knattspyrnu (33 leikir) og handknattleik (7 leikir). Eiginkona Janusar er Sigrún Edda Knútsdóttir framhaldsskólakennari. Börn þeirra eru þrjú; Lára, Daði og Andri. Janus og Sigrún eiga 5 barnabörn. Stjörnulið Ásgeirs Sigurvinssonar sem lék afmælisleik gegn Val sumarið 1981, í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Aftari röð frá vinstri: Ásgeir Sigurvinsson, Halldór Einarsson, James Bett, J. Dardean, Z. Clueso, Magnús Bergs, Teitur Þórðarson, Atli Eðvaldsson, Albert Guðmundsson og Baldvin Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Dagsson, Janus Guðlaugsson, B. Hellman, Simon Tahamata, Arnór Guðjohnsen, Ólafur Sigurvinsson, Karl Þórðarson og T. Claesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.