Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 85
Valsblaðið 2015 85
Heimildir
1. Dishman RK. Motivating older adults to
exercise. South Med J. May 1994;87(5):S79–
82.
2. Bouchard C, Blair SN, Haskell WL. Physi-
cal Activity and Health. Champaign (IL):
Human Kinetics; 2012.
3. Forum WE. Global risks 2011. 2011.
4. Hallal PC, Andersen LB, Bull FC, Guthold
R, Haskell W, Ekelund U. Global physi-
cal activity levels: surveillance progress,
pitfalls, and prospects. Lancet. Jul 21
2012;380(9838):247–257.
5. Gudlaugsson J, Gudnason V, Aspelund T, et
al. Effects of a 6-month multimodal training
intervention on retention of functional fitness
in older adults: A randomized-controlled
cross-over design. Int J Behav Nutr Phys Act.
Sep 10 2012;9(1):107.
6. Gudlaugsson J, Aspelund T, Gudnason V,
et al. [The effects of 6 months’ multimodal
training on functional performance, strength,
endurance, and body mass index of older
individuals. Are the benefits of training
similar among women and men?]. Laek-
nabladid. Jul 2013;99(7–8):331–337.
7. van der Bij AK, Laurant MG, Wensing M.
Effectiveness of physical activity interven-
tions for older adults: a review. Am J Prev
Med. Feb 2002;22(2):120–133.
8. Services US. Physical Activity Guidelines
Advisory Committee report, 2008. To the
Secretary of Health and Human Services.
Part A: executive summary. Nutr Rev. Feb
2009;67(2):114–120.
9. Lemacks J, Wells BA, Ilich JZ, Ralston PA.
Interventions for improving nutrition and
physical activity behaviors in adult African
American populations: a systematic review,
January 2000 through December 2011. Prev
Chronic Dis. 2013;10:E99.
hjarta- og æðasjúkdóma, þá komu fram
jákvæðar breytingar á ummáli á kvið,
blóðþrýstingur lækkaði, hið góða kólest-
eróli (HDL) færðist til betri vegar og hið
sama gerðist við mælingar á glúkósa og
þríglýseríðum að lokinni 6 mánaða íhlut-
un. Þessar breytingar héldust flestar sex
mánuðum eftir að íhlutunar- og þjálfun-
artíma lauk auk þess sem blóðþrýstingur
hélt áfram að lækka.
Ályktanir að lokinni rannsókn
Þessi íslenska rannsóknin sýnir mikil-
vægi þess að fylgjast með stöðu eldri
aldurshópa hér á landi. Hún sýnir einnig
fram á ávinning af fjölþættri þjálfunar-
áætlun sem meðal annars innihélt dag-
lega hreyfingu í formi þolþjálfunar og
styrktarþjálfun tvisvar í viku. Niðurstöð-
ur sýna einnig greinilega að eldri aldurs-
hópar geta haft margvíslegan ávinning af
markvissri líkams- og heilsurækt ef tíðni
æfinga, tímalengd þeirra og ákefð eða
áreynsla er vel skipulögð.
Gera má ráð fyrir að þjálfun af þeim
toga sem skipulögð var í rannsókninni
sem hér um ræðir geti komið í veg fyrir
ótímabæra skerðingu á hreyfigetu, unnið
gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk-
dóma og viðhaldið heilsutengdum lífs-
gæðum eldra fólks. Einnig má gera ráð
fyrir að slík þjálfun komi í veg fyrir
ótímabæra stofnanavist. Álykta má að
þjálfun af þessum toga fyrir eldri aldurs-
hópa ætti að vera þáttur í hefðbundinni
heilsugæslu eldra fólks. Niðurstöður
þessarar rannsóknar undirstrika jafnframt
þörfina á áframhaldandi þróun íhlutunar-
aðgerða fyrir eldri borgara. Markmið
slíkra íhlutunaraðgerða eða fjölþættrar
þjálfunar er að eldri borgarar geti sinnt
athöfnum daglegs lífs eins lengi og kost-
ur er og búið áfram í eigin húsnæði eins
lengi og þeir kjósa án utanaðkomandi að-
stoðar eða með lágmarks aðstoð.
Fyrir samfélagið, stjórnvöld og sveit-
arfélög, kalla þessar niðurstöður á sam-
eiginlegar aðgerðir varðandi daglega
hreyfingu hjá eldri aldurshópum. Setja
þarf fram markvissa stefnu og aðgerða-
áætlun sem styður við daglega hreyfingu
og fjölbreytta heilsurækt fyrir þennan
aldurshóp. Jafnframt þarf að endurskipu-
leggja þjónustu og fjármögnun til að for-
gangsraða hreyfingu auk þess sem
mynda þarf félagsskap til aðgerða með
það að markmiði að gefa eldri einstak-
lingum tækifæri til að taka þátt í fjöl-
breyttri heilsurækt með áherslu á þol- og
styrktarþjálfun og ráðgjöf um næringu.
tvisvar til þrisvar í viku. Styrktarþjálfun-
ardagar hjá þátttakendum á þessum tíma-
punkti eða 6 mánuðum eftir að þjálfun
lauk voru tveir eða fleiri hjá um 40%
þátttakenda. Tæplega 60% stunduðu enga
styrktarþjálfun á þessum tímapunkti.
Einu ári eftir að 6 mánaða þjálfun lauk
var staðan mjög svipuð og sex mánuðum
á undan hjá fyrri þjálfunarhópi.
Niðurstöður mælinga á hreyfigetu
þátttakenda, hvort sem um er að ræða
hópinn í heild, eldri karla eða konur sér-
staklega eða mismunandi aldurshópa,
sýndu verulega bætingu á þessum út-
komubreytum. Þetta á bæði við um
heildarniðurstöður í SPPB-hreyfigetu-
prófi og í einstökum þáttum þess fyrir
utan jafnvægi. Þar var getan mjög góð
fyrir og því var rými til bætingar lítið.
Sama á við um átta feta hreyfijafnvægis-
prófið (e. 8-foot up-and-go test) en þar
urðu framfarir miklar. Mynd 3 sýnir
framfarir hjá fyrri þjálfunarhópi að lok-
inni 6 mánaða þjálfun en bæting á sér
ekki stað hjá seinni þjálfunarhópi á sama
tímapunkti og munur verður á hópunum.
Eftir 6 mánaða þjálfun hjá seinni þjálfun-
arhópi koma aftur á móti framfarir í ljós
og hópurinn nær hinum að getu aftur.
Niðurstöður héldust áfram jákvæðar í að
minnsta kosti eitt ár hjá fyrri þjálfunar-
hópi eftir að 6 mánaða þjálfun lauk og í
að minnsta kosti sex mánuði hjá seinni
þjálfunarhópi (mynd 3).5
Niðurstöður sex og tólf mánuðum
eftir þjálfunartíma
Að lokinni 6 mánaða íhlutun kom í ljós
aukning á styrk handa og fóta og einnig á
6 mínútna göngu- og þolprófi. Hinar já-
kvæðu breytingar héldust í gönguprófinu
þegar mælingar voru endurteknar 6 og
12 mánuðum eftir að þjálfun lauk. Aftur
á móti færðist styrkurinn nær niðurstöð-
um upphafsmælinga á þessum tíma-
punktum án þess þó að fara niður fyrir
upphaflegu gildin.
Líkamssamsetning, þyngd, líkams-
þyngdarstuðull og fitumassi, færðust til
betri vegar við lok þjálfunartímabils.
Þessar jákvæðu breytingar héldust ekki í
öllum mælingum þegar þær voru skoð-
aðar 6 mánuðum eftir íhlutunartíma. Já-
kvæðar breytingar á vöðvamassa áttu sér
einnig stað hjá fyrri þjálfunarhópi að lok-
inni 6 mánaða þjálfun. Styrkurinn hélst
að vísu óbreyttur hjá seinni þjálfunar-
hópi. Við eftirfylgnimælingar voru já-
kvæðu áhrifin horfin.
Varðandi mælingar á áhættuþáttum
Mynd 3. Mæling á hreyfigetu, 8 feta
hreyfijafnvægi.