Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 88
88 Valsblaðið 2015
Fólkið á bak við tjöldin
Synir mínir þrír hafa allir spilað hand-
bolta og fótbolta með Val og barnabörnin
líka. Börkur hefur til að mynda verið for-
maður knattspyrnudeildar síðan 2004,
Ótthar var framkvæmdastjóri félagsins
og Skúli hefur verið í umsjón með
heimaleikjum liðsins.
Það hefur gefið mér mikið að fá að
starfa fyrir Val og ég hef alltaf litið á það
sem hluta af uppeldi drengjanna, barna-
barnanna og allra þeirra ungmenna sem
ég gat haft áhrif á. Stundum var öll stór-
fjölskyldan að störfum fyrir félagið og þá
var var ég hvað stoltastur.
Fyrir mér er Valur fallegt og gott félag
sem á einstaka sögu og glæsta framtíð.
En til þess að svo megi vera þá þurfa all-
ir, sem þykja vænt um félagið, að leggja
árar í bát og vinna að frekari framgangi
og uppbyggingu félagsins okkar. Valur er
nefnilega ekkert annað en ég og þú og
allir hinir.“
til að verið var að lakka gólfið í íþrótta-
húsinu þannig að þeir komust ekki á æf-
ingu. Strákarnir voru óþolinmóðir og ég
greip tækifærið fegins hendi og fór með
þá að Hlíðarenda og þar hafa þeir verið
síðan.
Á þessum tíma bjuggum við í Breið-
holti og fljótlega fór ég með fullan bíl af
strákum úr hverfinu til æfinga. Skömmu
síðar var ég kominn á kaf í ýmis félags-
störf og varð síðar formaður unglinga-
ráðs og sat í stjórn knattspyrnudeildar.
Ég hef verið í margvíslegum störfum
fyrir félagið allan þennan tíma og er enn
að – rúmum 40 árum síðar. Á þessum
tíma var ekki spurning um hvort eða
hvenær maður hafði tíma heldur vatt
maður sér í þau störf sem vinna þurfti,
t.d. slá grasið, mála völlinn, liðsstjórn,
keyra strákana um land allt, vera aðstoð-
arþjálfari, hjálpa til við fjáröflun, farar-
stjórn, stjórnarstörf og fleira.
„Saga mín og Vals hófst þegar ég var 10
ára gamall Vesturbæingur. Strákarnir í
hverfinu voru flestir í KR en mér fannst
Valsbúningurinn og Valsmerkið svo fal-
legt að ég hef verið Valsmaður allar göt-
ur síðan. Tólf ára gamall flutti ég í
Hamrahlíðina og þá komst ég loksins í
tæri við Valssvæðið sjálft. Ég æfði og
spilaði með Val í fótbolta en hætti þegar
ég fór til sjós, 16 ára gamall.
Eftir langa fjarveru frá Val vildi svo til
að strákarnir mínir ætluðu að fara á æf-
ingu hjá 6. flokki Víkings vegna þess að
leikmaður meistaraflokks Víkings í fót-
bolta var nágranni okkar. Þá vildi svo vel
Lakkað gólf í Víkinni
leiddi synina í Val
Edvard Skúlason fór úr Vesturbænum yfir í Val
Flugeldasala
Vals
hlíðarenda
OPNUNARTÍMI
28. des. kl. 16–22
29. des. kl. 16–22
30. des. kl. 14–22
31. des., gamlársdag kl. 10–16