Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 62

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 62
62 Valsblaðið 2015 Hvað þarf til að ná langt í körfubolta eða íþróttum almennt? „Það sem þarf til að ná langt í körfubolta er að æfa mik- ið og aukalega og andlegur styrkur. Sé maður duglegur að æfa en sinnir ekki andlegu hliðinni þá á maður ekki eftir að ná langt. Andlegi styrkurinn er það sem lætur hæfileika þína skína.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í körfubolta og lífinu almennt? „Líf mitt snýst um körfubolta og svo lengi sem mér finnst gaman að spila körfubolta mun ég spila körfubolta. Í lifinu almennt vil ég vera hamingjusamur, eiga góða fjölskyldu og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og halda áfram að ögra sjálfum mér.“ Hver er frægasti Valsarinn í fjölskyld­ unni þinni? „Frægasti Valsarinn í fjöl- skyldunni minni er örugglega Þorgrímur Þráinsson. Ég myndi segja að ég væri besti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum og fjöl­ skyldu í sambandi við körfuboltann, hversu mikilvægur er stuðningur for­ eldra að þínu mati? „Foreldrar mínir hafa veitt mér óendanlegan stuðning, þau eru ástæðan fyrir því sem ég bý yfir í dag. Þau sögðu mér frá því hvað hug- leiðsla gæti gert fyrir mig og kenndu mér að hugleiða. Eftir að ég byrjaði að hug- leiða fyrir leiki hef ég spilað miklu bet- ur.“ Hvað finnst þér mikilvægtast að gera hjá Val til að efla starfið í yngri flokk­ um félagsins? „Þetta snýst allt um metn- aðinn. Hann þarf að vera til staðar í öll- um flokkum og að leikmenn fái þá til- finningu að þeir skipti máli.“ Hvernig er aðstaðan á Hlíðarenda til að æfa körfubolta? „Hún er mjög góð. Það er reyndar leiðinlegt að fá aldrei að æfa á aðalvellinum en annars er allt ann- að mjög gott.“ Hvað finnst þér að Valur geti gert til að stuðla að jafnrétti í íþróttum, t.d. milli kynja og íþróttagreina? „Passa upp á að bæði kynin fái sömu tækifærin og njóti sömu réttinda á öllum stigum. Það sama á við í öllum íþróttagreinum.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Hef ekki hugmynd.“ Hver eru þín einkunnarorð? „Ég er ekki með neitt sérstakt mottó en það sem ég segi alltaf við sjálfan mig fyrir leiki er að ég er yfirvegaður, einbeittur og sjálfs- öruggur.“ Illugi hefur æft körfubolta frá því að hann var 8 ára. Hann kom til Vals í sum- ar frá KR vegna þess að þar fékk hann ekki tækifæri með liðinu og var því far- inn að missa áhuga á körfubolta. Honum líkar vel hjá Val og finnur bæði fyrir leikgleði og ánægju. Hvers vegna körfubolti, hefur þú æft aðrar greinar? „Áður en ég byrjaði í körfubolta hafði ég prófað að æfa fót- bolta og fimleika. Það var ekki eitthvað sem átti við mig. Vinur minn náði svo að draga mig á körfuboltaæfingu í KR og það varð ekki aftur snúið.“ Hvernig gengur ykkur? „Okkur er búið að ganga mjög vel á þessu tímabili. Erum taplausir í deildinni og ætlum okk- ur að halda því þannig. Það eru allir mjög góðir vinir í liðinu og gæti ég eig- inlega ekki verið ánægðari með hópinn, mjög góður mórall í liðinu.“ Hvernig eru þjálfarar þínir? „Gústi og Jenni eru mjög góðir þjálfarar. Ég er mjög ánægður með kerfin sem Gústi er að láta okkur hlaupa og eru þeir búnir að mynda góða liðsheild innan liðsins. Það sem einkennir góðan þjálfara er mikill áhugi og metnaður fyrir liðinu sínu. Góður þjálfari talar við hvern og einn leikmann um það sem hann gerir gott og um það sem þarf að bæta og gera betur.“ Skemmtileg atvik úr boltanum. „Ég er búinn að vera svo stutt í þessu liði þannig að það er ekki mikið sem að ég get sagt frá. En það sem stendur upp úr, bæði inn- an og utan vallar, er ferðin til Akureyrar, þegar við unnum mikilvægan sigur þar.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í körfuboltanum? „Helsta fyrirmyndin mín í körfunni er og hefur alltaf verið Lebron James. Hvernig hann keyrir á körfuna og klárar sterkt, hefur alltaf hrif- ið mig.“ Ungir Valsarar Þetta snýst allt um metnaðinn Illugi Steingrímsson er 18 ára gamall og leikur körfubolta með unglinga- og meistaraflokki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.