Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 99
Valsblaðið 2015 99
Starfið er margt
tók við og hefur stýrt félaginu af rögg-
semi síðan. Benni hefur auðvitað leitt
okkar hóp frá upphafi og unnið ótrúlegt
starf við að byggja upp félagið okkar en
hann mun að sjálfsögðu vera áfram Fálki
og mætir á alla fundi sem hann hefur tök
á. Fálkar þakka Benna fyrir sína margra
ára leiðsögn og þjónustu. Á sama fundi
fóru Fálkar í stefnumótunarvinnu sem
verður nýtt til að móta starfið framundan.
Í október var haldið áfram með vís-
indaferðir Fálka og að þessu sinni farið í
heimsókn í fræðslumiðstöðina Iðu þar
sem Georg og Ólafur Ástgeirs tóku á
mótu okkur með höfðinglegum hætti.
Fræðandi og skemmtileg ferð. Eins og
undanfarin ár er ekki haldinn hefðbund-
inn fundur í nóvember heldur fylkja
Fálkar liði á herrakvöld Vals. Að þessu
sinni fylltu Fálkar 3 borð en um 30 Fálk-
ar og gestir fjölmenntu. Áður höfðu
menn mætt til veislu hjá Gísla Gunn-
laugssyni Fálka og tekið þjóðsönginn
eins og venja er.
Þegar þetta er ritað er ekki komið að
desemberfundi Fálka þetta árið en fyrir-
hugað er að halda hann þann 9. desember
og verður gestur fundarins Sigurbjörn
Hreiðarsson. Ekki er vafi á að slíkur
fundur verður áhugaverður og skemmti-
legur. Jafnframt verður árlegt jólahlað-
borð Fálka og veisla á eftir.
Fjölbreytt Fálkaár er að líða, Fálkar
eru hinir hressustu, fer fjölgandi og líta
til nýs árs með gleði í hjarta, fullir af
orku til að láta gott af sér leiða.
Að lokum óska Fálkar öllum Völsur-
um gleðilegra jóla og farsæls komandi
árs, um leið og við minnum á að fljótlega
eftir áramót, nánar tiltekið 9. janúar,
koma glaðbeittir Valskrakkar að safna
dósum og trjám og biðjum við ykkur um
að taka vel á móti þeim.
f.h Fálka
Sigþór Sigurðsson ritari
í Hljóðfærahúsið en gestgjafi var Sindri
Már Heimisson. Vísindaferðir til að
kynna sér starf eða starfsemi sem félags-
menn standa að verður oftar á dagskrá.
Áhrif íþrótta á hegðun barna og
ungmenna
Á fjölmennum fundi í apríl var gestur
fundarins, Margrét Lilja Guðmundsdóttir
félagsfræðingur sem flutti mjög áhuga-
verðan fyrirlestur um áhrif íþrótta á ýmsa
aðra hegðun barna og unglinga. Margrét
kynnti þar rannsóknir Rannsóknar og
greiningar, sem staðið hafa yfir samfellt
í lengur en tvo áratugi. Þar kemur skýrt
fram hve mikill árangur hefur náðst í að
draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu
barna og unglinga hér á landi. Tengsl við
íþróttaiðkun kemur sterkt fram og áhrif
þeirra jákvæð á öllum sviðum mælinga.
Mikil umræða skapaðist um efnið og
Fálkar mjög ánægðir með fyrirlesturinn.
Árlegur vorfagnaður Fálka og Valkyrja
var haldinn í maí. Glæsileg og skemmti-
leg veisla þar sem boðið er upp á góðan
mat og skemmtilegan félagsskap. Eigin-
lega uppskeruhátíð eftir vetrarstarfið.
Um þetta leyti var ljóst að Fálkar
myndu ekki sinna grilli á heimaleikjum
meistaraflokkanna sumarið 2015 enda
hafði stjórn knattspyrnudeildar ákveðið
að leita eftir öðru fyrirkomulagi. Tekjur
Fálka til styrkveitinga hafa að nokkuð
stórum hluta komið frá sölu á hamborg-
urum og pylsum á þessum leikjum svo
leita varð annarra leiða og verkefna til
tekjuöflunar.
Eitt af verkefnum Fálka þetta árið til að
afla fjár í stað grillvakta var umsjón með
ýmsum verkefnum á Colour Run hlaupinu
2015, bæði fyrir og eftir og meðan á
hlaupinu stóð. Stórskemmtilegt verkefni
sem gaf fé í kassann. Margir vaskir Fálkar
mættu til starfa daginn fyrir og á sjálfan
daginn þegar hlaupið fór fram.
Þegar haustar fer hefðbundið starf
Fálka af stað á ný. Í september er venju-
lega fyrsti fundur vetrarins og einnig
héldu Fálkar fjölskylduskemmtun í
Hemma lundi fyrir sig og sína. Fálkar,
makar, börn og hundar mættu í skemmti-
lega grillveislu.
Formannaskipti hjá Fálkum
Á septemberfundi urðu mikil tíðindi er
formaður okkar til 6 ára Benóný Valur til-
kynnti að vegna breytinga á vinnu og þar
með búsetu myndi hann láta af völdum í
félaginu. Varaformaður Baldur Þorgilsson