Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 99

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 99
Valsblaðið 2015 99 Starfið er margt tók við og hefur stýrt félaginu af rögg- semi síðan. Benni hefur auðvitað leitt okkar hóp frá upphafi og unnið ótrúlegt starf við að byggja upp félagið okkar en hann mun að sjálfsögðu vera áfram Fálki og mætir á alla fundi sem hann hefur tök á. Fálkar þakka Benna fyrir sína margra ára leiðsögn og þjónustu. Á sama fundi fóru Fálkar í stefnumótunarvinnu sem verður nýtt til að móta starfið framundan. Í október var haldið áfram með vís- indaferðir Fálka og að þessu sinni farið í heimsókn í fræðslumiðstöðina Iðu þar sem Georg og Ólafur Ástgeirs tóku á mótu okkur með höfðinglegum hætti. Fræðandi og skemmtileg ferð. Eins og undanfarin ár er ekki haldinn hefðbund- inn fundur í nóvember heldur fylkja Fálkar liði á herrakvöld Vals. Að þessu sinni fylltu Fálkar 3 borð en um 30 Fálk- ar og gestir fjölmenntu. Áður höfðu menn mætt til veislu hjá Gísla Gunn- laugssyni Fálka og tekið þjóðsönginn eins og venja er. Þegar þetta er ritað er ekki komið að desemberfundi Fálka þetta árið en fyrir- hugað er að halda hann þann 9. desember og verður gestur fundarins Sigurbjörn Hreiðarsson. Ekki er vafi á að slíkur fundur verður áhugaverður og skemmti- legur. Jafnframt verður árlegt jólahlað- borð Fálka og veisla á eftir. Fjölbreytt Fálkaár er að líða, Fálkar eru hinir hressustu, fer fjölgandi og líta til nýs árs með gleði í hjarta, fullir af orku til að láta gott af sér leiða. Að lokum óska Fálkar öllum Völsur- um gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, um leið og við minnum á að fljótlega eftir áramót, nánar tiltekið 9. janúar, koma glaðbeittir Valskrakkar að safna dósum og trjám og biðjum við ykkur um að taka vel á móti þeim. f.h Fálka Sigþór Sigurðsson ritari í Hljóðfærahúsið en gestgjafi var Sindri Már Heimisson. Vísindaferðir til að kynna sér starf eða starfsemi sem félags- menn standa að verður oftar á dagskrá. Áhrif íþrótta á hegðun barna og ungmenna Á fjölmennum fundi í apríl var gestur fundarins, Margrét Lilja Guðmundsdóttir félagsfræðingur sem flutti mjög áhuga- verðan fyrirlestur um áhrif íþrótta á ýmsa aðra hegðun barna og unglinga. Margrét kynnti þar rannsóknir Rannsóknar og greiningar, sem staðið hafa yfir samfellt í lengur en tvo áratugi. Þar kemur skýrt fram hve mikill árangur hefur náðst í að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu barna og unglinga hér á landi. Tengsl við íþróttaiðkun kemur sterkt fram og áhrif þeirra jákvæð á öllum sviðum mælinga. Mikil umræða skapaðist um efnið og Fálkar mjög ánægðir með fyrirlesturinn. Árlegur vorfagnaður Fálka og Valkyrja var haldinn í maí. Glæsileg og skemmti- leg veisla þar sem boðið er upp á góðan mat og skemmtilegan félagsskap. Eigin- lega uppskeruhátíð eftir vetrarstarfið. Um þetta leyti var ljóst að Fálkar myndu ekki sinna grilli á heimaleikjum meistaraflokkanna sumarið 2015 enda hafði stjórn knattspyrnudeildar ákveðið að leita eftir öðru fyrirkomulagi. Tekjur Fálka til styrkveitinga hafa að nokkuð stórum hluta komið frá sölu á hamborg- urum og pylsum á þessum leikjum svo leita varð annarra leiða og verkefna til tekjuöflunar. Eitt af verkefnum Fálka þetta árið til að afla fjár í stað grillvakta var umsjón með ýmsum verkefnum á Colour Run hlaupinu 2015, bæði fyrir og eftir og meðan á hlaupinu stóð. Stórskemmtilegt verkefni sem gaf fé í kassann. Margir vaskir Fálkar mættu til starfa daginn fyrir og á sjálfan daginn þegar hlaupið fór fram. Þegar haustar fer hefðbundið starf Fálka af stað á ný. Í september er venju- lega fyrsti fundur vetrarins og einnig héldu Fálkar fjölskylduskemmtun í Hemma lundi fyrir sig og sína. Fálkar, makar, börn og hundar mættu í skemmti- lega grillveislu. Formannaskipti hjá Fálkum Á septemberfundi urðu mikil tíðindi er formaður okkar til 6 ára Benóný Valur til- kynnti að vegna breytinga á vinnu og þar með búsetu myndi hann láta af völdum í félaginu. Varaformaður Baldur Þorgilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.