Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 76
76 Valsblaðið 2015
ari voru eitt sinn fjórtán leikmenn af
sextán manna hópi sem höfðu notið leið-
sagnar Lárusar. Sjálfur tók hann þátt í
undirbúningi á 150 landsleikjum sem
þjálfari eða aðstoðarmaður og ferðaðist
til 26 landa. Lárus vann t.d. með Youri
Ilitchev rússneska þjálfaranum, sem
gerði Val að stórveldi og sennilega einu
besta félagsliði á Íslandi, þýska lands-
liðsmanninum Sigfried Held og Svíanum
Bo Johansson.
Lárus hvernig var Youri?
„Hann var ekki þessi týpíski landsliðs-
þjálfari. Teor ían var of mikil. Þegar þú
ert landsliðsþjálfri og hefur hópinn í
stuttan tíma þá þarftu að vera með skarpa
áætlun og sýn.“
En hvernig var Bo?
„Miðað við það sem ég hef séð af
vinnubrögðum Lars Lagerbeck þá eru
þeir Bo ákaflega líkir. Þeir fóru í gegnum
sama skóla í Svíþjóð. Bo kom bara hing-
að á þeim tíma þegar okkar bestu menn
voru að hætta, leikmenn eins og Atli Eð-
valdsson og Arnór Guðjónsen, Pétur Pét-
ursson og allir þessir stólpar. Bo náði
ágætis árangri en var óheppinn að því
leyti að hann var ekki með hóp eins og
þann sem skipar landsliðið í dag, unga
menn sem eru að hefja sinn feril. Bo
gerði síðan Silkiborg að Danmerkur-
meisturum og varð síðar landsliðsþjálfari
Dana og kom þeim í 16-liða úrslit á Evr-
ópumóti. Hann var þarna eiginlega á há-
tindi ferilsins. Við Bo höldum alltaf sam-
bandi.“
Landsliðsþjálfari býr um rúm og
kokkar í Múlakaffi
Lárus og félagar hans sem störfuðu með
drengja- og unglingalandsliðið þurftu að
Lárus rær á ný mið
Árið 1972 fer annar flokur Vals í keppn-
isferð til Brummundal í Noregi með
Lárus í broddi fylkingar. Valur lék þar
við félög í nágrenni bæjarins m.a. við hið
þekkta félag HamKam í Hamar. Árangur
Valsmanna var með miklum ágætum og
því voru menn baráttuglaðir og sigur-
vissir þegar þeir héldu til Osló í sömu
ferð til að taka þátt í Norway Cup mótinu
sem þá var haldin í fyrsta skipti. Valur
komst í 16 liða úrslit. Norway Cup hefur
verið árviss viðburður allar götur síðan,
eða í 43 ár. Þessi keppni kveikti áhuga
Lárusar á frekari landvinningum sem
þjálfari og nokkrum árum síðar tók hann
við þjálfun unglingalandsliðsins.
„Ég var fenginn til að taka við ung-
lingalandsliðinu. Fyrsta landsliðsnefndin
sem ég starfaði með var auk mín skipuð
KR-ingnum Theodóri Guðmundssyni og
Gissuri Guðmundssyni úr Breiðabliki.
Við vorum allt í öllu. Þetta var liður í
áætlun KSÍ í að veita strákunum reynslu
og skila eins mörgum drengja- og ung-
linglandsliðsmönnum upp í A-landsliðið
og hægt var. Það tókst mjög vel.
Í fyrsta unglingalandsliðinu voru Atli
Eðvaldsson, Pétur Ormslev, Guðmundur
Þorbjörnsson, Sigurður Björgvinsson úr
Keflavík, Hálfdán Örlygsson úr KR og
fleiri og fleiri sem sem stóðu sig svo síð-
ar mjög vel með sínum félagsliðum og
landsliðum. Þarna voru líka strákar eins
og Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen
sem auk Atla áttu mjög farsælan feril
sem atvinnumenn.“
Þó að nú sé farið að fenna í spor frum-
herjanna þá náðu landslið undir stjórn
Lárusar mjög góðum árangri. Ísland sló
t.d. Dani, Norðmenn, Luxemborg og
Wales út úr undankeppnum Evrópumóta.
Sigurinn á Dönum var fyrsti sigur ís-
lensks landsliðs á þeirri ágætu þjóð.
„Þetta var mikið afrek.“ segir Lárus. Í
liði Dana var t.d. sá frægi Brian Laudrup.
„Svo sigruðum við einu sinni Englend-
inga sem voru gestir á Norðurlandamóti.
Ég gleymi því aldrei“ segir Lárus, enda
Englendingar stórveldi í knattspyrnu.
„Englendingarnir voru með David Sex-
ton sem var frægur þjálfari og með alveg
svaklegt lið aðstoðarmanna. Við unnum
þá. Nefndarmenn frá enska knattspyrnu-
sambandinu komu þá til okkar og spurðu
hvernig okkar starfi væri háttað. Þessir
ensku strákar voru búnir að fara í gegn-
um rosalegan skóla en töpuðu svo fyrir
Íslandi.“
Þegar Tony Knapp var landsliðsþjálf-
Að þjálfa upp forystumenn
Lárus hefur alla tíð haft mjög skýra sýn á
hlutverk þjálfunar barna og unglinga,
ekki einungis á íþróttasviðinu heldur
ekki síður því félagslega. „ Við lögðum
mikla áherslu á að gera strákana að góð-
um Valsmönnum sem gætu nýst félaginu
seinna meir. Þarna fóru í gegn strákar
sem urðu formenn Vals og stjórnarmenn
í deildum félagsins. Þetta er ekkert síður
mikilvægt heldur en að leika á vellinum
sjálfum.“
Hvernig aflaðir þú þér þekkingar sem
þjálfari?
„Fyrst þjálfaði ég bara eins og ég hafði
verið þjálfaður. En árið 1970 fór ég á
þjálfaranámskeið til Vejle í Danmörku.
Það var fyrsta skrefið sem ég tók til að
mennta mig sem þjálfari. Þá var ég búinn
að sjá að þetta var eitthvað sem ég hafði
áhuga á og gæti gert. Ég var samfellt við
þjálfun í 30 ár með fullri vinnu. Þegar ég
fór til Vejle fetaði ég í fótspor vinar míns
Róberts Jónssonar sem hafði farið þang-
að á námskeið árið áður. Þó að ýmsir
hafi þjálfað hjá Val á þessum árum, t.d.
eins og Helgi bróðir vorum við Róbert
stólparnir í barna- og unglingaþjálfun hjá
Val í langan tíma.“
Hver er munurinn á þjálfun á þessum
árum og í dag?
„Munurinn er kannski ekki svo mikill
nema að þetta er orðið miklu skipulagð-
ara í dag. Það er t.d. ekki lögð eins mikil
áhersla á þol.“
Það var mikið hlaupið á æfingum hjá
yngri flokkum Vals, hring eftir hring á
malarvellinum. Sprettir með mann á bak-
inu, boðhlaup og ýmis afbrigði af þrek-
æfingum. Lárus stjórnaði þessu með
harðri hendi og flautunni og hvatti menn
til dáða.
„Eftir að þessi knattspyrnuhús komu til
sögunnar er ef til vill lögð meiri áhersla á
tækni – og þó ekki.“ segir Lárus og verður
hugsi. „Við lögðum reyndar mikla áherslu
á tækni í gamla daga. Við kenndum strák-
unum að „drepa“ bolta, taka á brjóstið og
taka á móti boltanum. Annars finnst mér
tækni í dag ábótavant. Þú sérð það til
dæmis ef þú ferð á meistaraflokksleik
hvað móttakan er slæm. Boltinn límist
ekki við mennina. Annars er það mikil-
vægast í yngri flokkunum að skapa áhuga
og halda krökkunum við efnið því það eru
mörg dæmi þess að krakkar sem ekki bar
mikið á í yngri flokkunum sprungu út
þegar í meistaraflokk kom.“
Lárus í veislu hjá enska knattspyrnusam-
bandinu á Wembley. Sessunautur hans er
Bobby Robson sem m.a. var um tíma
landsliðsþjálfari Englendinga.