Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 123
Valsblaðið 2015 123
Starfið er margt
þakkar stjórn BUS forráðamönnum allra
þeirra hjálp og aðkomu.
Við stefnum að fleiri iðkendum/skrán-
ingum sem hækkar tekjur af æfingagjöld-
um og mun nýr íþróttafulltrúi leiða þá
baráttu og sókn okkar að auknum iðk-
endafjölda í hverfunum jafnt sem hverfa-
skólunum. Við höfum einnig sótt styrki í
íþróttasjóði Rannís og verkefnasjóði ÍBR.
Valsleiðin, er nokkuð sem er í skoðun
og snýst um æfingagjöld fyrir foreldra
sem vilja hafa börn í fleiri en einni grein
innan Vals, eitt heildargjald yrði fyrir all-
ar greinarnar.
BUS stóð fyrir gerð endurskinsmerkja
handa yngstu iðkendunum og nú þegar
myrkrið er skollið á erum við í óða önn
að dreifa þeim.
Skólaleikar Vals 2016 eru á döfinni
fyrir miðstig skólanna og höfum við
einnig hug á að koma á skólaleikum fyrir
yngsta stigið 2016 vonandi. Skólaleik-
arnir hafa vakið mikla lukku og verða nú
árlegur viðburður.
BUS mun leggja til að opna Lollastúku
fyrir foreldra upp úr áramótum þegar það
er orðið ansi kalt að fylgjast með börnun-
um úti. Geta t.d. foreldraráðin haft heitt á
könnunni og mögulega með því, í góðri
aðstöðu í stúkunni. Myndi þetta vonandi
skapa stemningu hjá foreldrum þar sem
börnin æfa á nýja gervigrasinu okkar og
foreldrar gætu fylgst með í hlýjunni.
BUS er búið er að koma upp frístunda-
aðstöðu fyrir yngstu börnin í Valsheim-
ilinu í samvinnu við Kamp og Val og
eykur þetta enn þjónustu við yngstu iðk-
endurna.
Nýr íþróttafulltrúi boðinn velkominn
Nýr íþróttafulltrúi hefur hafið störf,
Gunnar Örn, sem við bjóðum velkominn
og leggjum við mikla áherslu á náið
samstarf við hann þar sem við gerum
miklar kröfur um að barna- og unglinga-
starf verði í hæsta gæðaflokki og laði að
sér fleiri iðkendur á öllum sviðum.
Þetta er í grófum dráttum það sem
BUS hefur verið að vinna í og er mikill
hugur og metnaður í fólki. Það eru
spennandi tímar framundan í æskulýðs-
starfi Vals. Frábær aðstaða með nýju
gervigrasi og handan við hornið glæsileg
vallarmannvirki.
Við stefnum á að vera með öflugasta
barna- og unglingastarf landsins, og að
vera fyrirmynd annarra félaga á næstu
árum.
Með kveðju frá BUS Vals
Áfram Valur
Siðareglur Vals
Siðareglur þessar eiga við um starfsmenn félagins (þjálfara og aðra starfsmenn),
alla meistaraflokksleikmenn, stjórnarmenn sem og sjálfboðaliða sem eru í
ábyrgðarhlutverki í ferðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins.
Barn eru allir þeir sem eru yngri en 18 ára. Barn í þessu tilfelli getur bæði ver-
ið iðkandi sem og starfsmaður. Þegar fjallað er um iðkanda í siðareglum þessum
er átt við iðkanda í yngri flokkum félagsins.
• Beittu barn eða samstarfsmann aldrei, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu
ofbeldi.
• Leggðu barn eða samstarfsmann aldrei í einelti.
• Tilkynntu strax til yfirmanns eða siðanefndar ef þú hefur grun um að barn eða
starfsmaður sé beittur ofbeldi (andlegu, líkamlegu, kynferðislegu eða einelti).
• Ekki vera vinur iðkanda sem er yngri en 18 ára á samfélagsmiðlum. Eina und-
antekningin frá þessari reglu er ef starfsmaður/stjórnarmaður og iðkandi eru
bundnir nánum fjölskylduböndum.
• Taktu aldrei að þér akstur iðkenda á æfingu eða í leiki nema með vitneskju eða
leyfi foreldra.
• Aldrei eiga í samskiptum við barn með kynferðislegum undirtóni eða vísa í
eitthvað slíkt.
• Ekki vera með niðrandi athugasemdir um iðkanda svo sem um holdafar, kyn-
þátt, kynhneigð, trúarskoðanir eða stjórnmálaskoðanir iðkanda.
• Ekki tala á niðrandi hátt um foreldra eða forráðamenn iðkanda.
• Ekki misnota stöðu þína innan félagsins í fjárhagslegum tilgangi fyrir þig eða
þér tengda.
• Ekki notafæra stöðu þína innan félagsins til eigin framdráttar á kostnað félags-
ins.
• Sem starfsmaður ert þú bundin trúnaði gagnvart persónulegum upplýsingum
sem þú verður áskynja í starfi. Lög um barnavernd ganga þó þessu ákvæði að
sjálfsögðu framar (t.d. ef barn segir þér í trúnaði að það hafi orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi þá ber þér skylda til að segja frá).
Brot á siðareglum
Ef iðkandi, foreldri, stjórnarmaður, starfsmaður, félagsmaður, sjálfboðaliði eða
einhver annar telur að þessar siðareglur hafi verið brotnar getur hann vísað mál-
inu til siðanefndar Vals. Brot á siðareglum Vals geta varðað brottrekstur úr starfi
eða úr félaginu.
Sjá nánar á valur.is