Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 123

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 123
Valsblaðið 2015 123 Starfið er margt þakkar stjórn BUS forráðamönnum allra þeirra hjálp og aðkomu. Við stefnum að fleiri iðkendum/skrán- ingum sem hækkar tekjur af æfingagjöld- um og mun nýr íþróttafulltrúi leiða þá baráttu og sókn okkar að auknum iðk- endafjölda í hverfunum jafnt sem hverfa- skólunum. Við höfum einnig sótt styrki í íþróttasjóði Rannís og verkefnasjóði ÍBR. Valsleiðin, er nokkuð sem er í skoðun og snýst um æfingagjöld fyrir foreldra sem vilja hafa börn í fleiri en einni grein innan Vals, eitt heildargjald yrði fyrir all- ar greinarnar. BUS stóð fyrir gerð endurskinsmerkja handa yngstu iðkendunum og nú þegar myrkrið er skollið á erum við í óða önn að dreifa þeim. Skólaleikar Vals 2016 eru á döfinni fyrir miðstig skólanna og höfum við einnig hug á að koma á skólaleikum fyrir yngsta stigið 2016 vonandi. Skólaleik- arnir hafa vakið mikla lukku og verða nú árlegur viðburður. BUS mun leggja til að opna Lollastúku fyrir foreldra upp úr áramótum þegar það er orðið ansi kalt að fylgjast með börnun- um úti. Geta t.d. foreldraráðin haft heitt á könnunni og mögulega með því, í góðri aðstöðu í stúkunni. Myndi þetta vonandi skapa stemningu hjá foreldrum þar sem börnin æfa á nýja gervigrasinu okkar og foreldrar gætu fylgst með í hlýjunni. BUS er búið er að koma upp frístunda- aðstöðu fyrir yngstu börnin í Valsheim- ilinu í samvinnu við Kamp og Val og eykur þetta enn þjónustu við yngstu iðk- endurna. Nýr íþróttafulltrúi boðinn velkominn Nýr íþróttafulltrúi hefur hafið störf, Gunnar Örn, sem við bjóðum velkominn og leggjum við mikla áherslu á náið samstarf við hann þar sem við gerum miklar kröfur um að barna- og unglinga- starf verði í hæsta gæðaflokki og laði að sér fleiri iðkendur á öllum sviðum. Þetta er í grófum dráttum það sem BUS hefur verið að vinna í og er mikill hugur og metnaður í fólki. Það eru spennandi tímar framundan í æskulýðs- starfi Vals. Frábær aðstaða með nýju gervigrasi og handan við hornið glæsileg vallarmannvirki. Við stefnum á að vera með öflugasta barna- og unglingastarf landsins, og að vera fyrirmynd annarra félaga á næstu árum. Með kveðju frá BUS Vals Áfram Valur Siðareglur Vals Siðareglur þessar eiga við um starfsmenn félagins (þjálfara og aðra starfsmenn), alla meistaraflokksleikmenn, stjórnarmenn sem og sjálfboðaliða sem eru í ábyrgðarhlutverki í ferðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins. Barn eru allir þeir sem eru yngri en 18 ára. Barn í þessu tilfelli getur bæði ver- ið iðkandi sem og starfsmaður. Þegar fjallað er um iðkanda í siðareglum þessum er átt við iðkanda í yngri flokkum félagsins. • Beittu barn eða samstarfsmann aldrei, andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. • Leggðu barn eða samstarfsmann aldrei í einelti. • Tilkynntu strax til yfirmanns eða siðanefndar ef þú hefur grun um að barn eða starfsmaður sé beittur ofbeldi (andlegu, líkamlegu, kynferðislegu eða einelti). • Ekki vera vinur iðkanda sem er yngri en 18 ára á samfélagsmiðlum. Eina und- antekningin frá þessari reglu er ef starfsmaður/stjórnarmaður og iðkandi eru bundnir nánum fjölskylduböndum. • Taktu aldrei að þér akstur iðkenda á æfingu eða í leiki nema með vitneskju eða leyfi foreldra. • Aldrei eiga í samskiptum við barn með kynferðislegum undirtóni eða vísa í eitthvað slíkt. • Ekki vera með niðrandi athugasemdir um iðkanda svo sem um holdafar, kyn- þátt, kynhneigð, trúarskoðanir eða stjórnmálaskoðanir iðkanda. • Ekki tala á niðrandi hátt um foreldra eða forráðamenn iðkanda. • Ekki misnota stöðu þína innan félagsins í fjárhagslegum tilgangi fyrir þig eða þér tengda. • Ekki notafæra stöðu þína innan félagsins til eigin framdráttar á kostnað félags- ins. • Sem starfsmaður ert þú bundin trúnaði gagnvart persónulegum upplýsingum sem þú verður áskynja í starfi. Lög um barnavernd ganga þó þessu ákvæði að sjálfsögðu framar (t.d. ef barn segir þér í trúnaði að það hafi orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi þá ber þér skylda til að segja frá). Brot á siðareglum Ef iðkandi, foreldri, stjórnarmaður, starfsmaður, félagsmaður, sjálfboðaliði eða einhver annar telur að þessar siðareglur hafi verið brotnar getur hann vísað mál- inu til siðanefndar Vals. Brot á siðareglum Vals geta varðað brottrekstur úr starfi eða úr félaginu. Sjá nánar á valur.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.