Valsblaðið - 01.05.2015, Side 118
118 Valsblaðið 2015
Af spjöldum sögunnar
lið hans unnu til margra titla, auk þess
sem hann þjálfaði yngri landslið Íslands
um margra ára skeið með góðum árangri.
Karl Harrý Sigurðsson kom einnig að
þjálfun 5. flokks árið 1965. Í Valsblaðinu
er einnig ítarlegt viðtal við Lárus Lofts-
son þar sem hann rifjar m.a. upp gamla
tíma.
Þetta var ekki eini titillinn sem 5.
flokkur A vann 1965 því liðið varð einn-
ig Haustmeistari. Samtals lék liðið 13
mótsleiki um sumarið, vann 11 og tapaði
2. Markatalan var glæsileg, 59 mörk
skoruð en liðið fékk aðeins 8 á sig.
Markvörður liðsins var Sigurður Har-
aldsson, sem seinna átti eftir að koma við
sögu í meistaraflokki Vals og setti þá met
Íslandsmeistarar Vals árið
1965 í 5. flokki karla í
knattspyrnu hittust í sumar
hálfri öld síðar og rifjuðu upp
söguna. Þetta var jafnframt
fyrsti titill sem Lárus Loftsson
hlaut sem þjálfari hjá Val.
Valsblaðinu þótti tilvalið að
gera þessum tímamótum hjá
strákunum skil og rifja upp
afrek þeirra fyrir hálfri öld
Hinn 16. ágúst 2015 voru liðin 50 ár frá
því að Valur og Víkingur léku úrslitaleik
í Íslandsmóti 5. flokks A-liða á Melavell-
inum í Reykjavík. Valur vann leikinn
2-1, varð Íslandsmeistari og það var
Hörður Jón Árnason sem skoraði bæði
mörk Vals í leiknum. Þetta var annað
árið í röð sem Valur varð Íslandsmeistari
í 5. flokki karla og þrír leikmanna voru í
liði Vals bæði árin, en aðrir unnu sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitil þennan dag.
Þessi Íslandsmeistaratitill var ekki
bara merkilegur fyrir leikmennina því
þetta var jafnframt fyrsti titill sem Lárus
Loftsson vann sem þjálfari hjá Val. Lárus
var þarna að hefja sinn þjálfaraferil en
hann þjálfaði síðar ýmsa flokka Vals og
Eitt af gullaldarliðum
Vals úr 5. flokki
Þessi mynd var tekin fyrir Valsblaðið 1965 af liðinu sem varð Íslands- og haustmeistari í 5. flokki A 1965, en af þeim sem léku úrlita-
leikinn í Íslandsmótinu við Víking, vantar Sigurð Haraldsson markvörð á myndina. Efri röð frá vinstri: Lárus Loftsson, þjálfari,
Guðmundur Jóhannesson, Jón Gíslason, Páll Benediktsson, Reynir Vignir, Gústaf Níelsson, Stefán Ragnarsson, Karl Harrý
Sigurðsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Hörður Árnason, Guðjón Harðarson, Ólafur Guðjónsson, Helgi Benediktsson, fyrirliði,
Sævar Guðjónsson.