Valsblaðið - 01.05.2015, Side 125

Valsblaðið - 01.05.2015, Side 125
Valsblaðið 2015 125 Starfið er margt gríðarlegan fjárhagslegan mun sem end- urspeglar mismun á stærð deildanna og markaðslegar forsendur sem þessi lönd búa við. Meðallaun knattspyrnumanna í Noregi eru u.þ.b. 5% af meðallaunum knattspyrnumanna á Englandi. Án þess að hafa um það nákvæmar upplýsingar gæti ég trúað að hlutfall tekna af t.d. sjónvarpssamningum væri svipað milli þessara landa. Launakostnaður íslenskra knattspyrnumanna er hins vegar í engu samhengi við stærð Íslands og þess rekstrargrundvallar sem stærð okkar markaðar getur skapað. Á síðustu árum hafa norsk knattspyrnulið, t.d. Lilleström skorið niður launakostnað niður í þriðj- ung af því sem hann var fyrir nokkrum árum. Botnlaus taprekstur gekk ekki lengur. Þegar rætt er um rekstrargrundvöll í ís- lenskri knattspyrnu ber töfralausnir fljótt á góma. Annars vegar Evrópusæti og draumurinn um að komast þar áfram í riðlakeppni Champions League, sem stóra drauminn og hins vegar að selja leikmenn til erlendra liða. Mörg dæmi eru um árangur íslenskra liða hvað báða þessa þætti varðar og er einstakur árang- ur FH skýrt dæmi um langtímaárangur, árangur Stjörnunnar í fyrra þar sem liðið áhorfendatölur á íþróttaviðburðunum sjálfum. Kostnaðarmeðvitund fyrirtækja hefur einnig aukist og svo virðist sem mjög hafi dregið úr stuðningi við einstök íþróttafélög, samhliða því að stærstu fyr- irtæki landsins einbeita sér í ríkari mæli að stuðningi við stóru sérsamböndin. Hvert stefnir? Af áratuga reynslu minni af fjármálum íþróttafélaga hér á landi fæ ég því ekki betur séð en að enn sé að harðna á daln- um í fjármálum stóru knattspyrnufélag- anna. Launagreiðslur eru í engu sam- ræmi við rekstrarforsendur og rekstrar- umhverfi þessara félaga. Um leið og mikill metnaður og vinna er lögð í að ná árangri og vinna sigra í anda íþróttarinn- ar verða samkeppnisforsendurnar stöðugt hæpnari og á veikari grunni byggðar. Halda mætti að verkfæri eins og leyfis- kerfi KSÍ væri til þess fallið að hamla óheillavænlegri þróun og stöðugt hækk- andi launakostnaði. En svo er ekki og samkeppnin um leikmenn er slík að heildarkostnaðurinn fer vaxandi og ekki síst í takt við fjölgun erlendra leikmanna. Tölurnar hér að framan um launa- kostnað í Englandi og Skandinavíu sýna umfang þessara félaga hefur vaxið stöð- ugt síðustu ár í þeirri viðleitni að greiða stöðugt fleiri leikmönnum laun og stöð- ugt hærri laun til þeirra sem mest bera úr bítum. Leyfiskerfi Öll félög á Íslandi þurfa að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ sem byggir á UEFA Club Licensing. Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að því innan UEFA að koma skikki á fjármál knatt- spyrnufélaga þar sem launakostnaður, taprekstur og skuldasöfnun félaga hafa verið í brennidepli. Nú er ekki aðeins rætt um „Fair Play“ innan vallar heldur einnig „Financial Fair Play“. Félög bæði í Evrópu og hérlendis fá ekki keppnis- leyfi nema að uppfylltum ströngum fjár- hagslegum skilyrðum, s.s. að vera skuld- laus við leikmenn og þjálfara og kröfur eru gerðar um jákvæða skulda- og eigin- fjárstöðu. Á meðan félög í Evrópu eru hratt að rétta úr kútnum eftir stóru fjármálakrepp- una og nýir sjónvarpssamningar slá öll fyrri met, er raunveruleiki íþróttafélaga á Íslandi allt annar. Grundvöllur fyrir sjón- varpssamningum sem gefa félögum telj- andi tekjur er nánast enginn á okkar litla markaði. Nánast ótakmarkað framboð er- lendra hágæða sjónvarpsútsendinga gerir stöðuna enn erfiðari fyrir íslenskt íþrótta- líf. Þessi staðreynd hefur einnig áhrif á Mörg af knattspyrnuliðum í efstu deild greiða leikmönnum sínum og þjálfurum meira en sem nemur 100% af beinum rekstrartekjum Tekjuhæstu íþróttamenn heims samkvæmt lista Forbes tímabilið 1. júní 2013 til 1. júní 2014: 1. Floyd Mayweather – hnefaleikar 13 milljarðar kr. (67 milljónir punda) 2. Cristiano Ronaldo – knattspyrna 9,8 milljarðar kr. (51,1 milljónir punda) 3. LeBron James – körfubolti 8,9 milljarðar kr. (46,2 milljónir punda) 4. Lionel Messi – knattspyrna 8 milljarða kr. (41,3 milljónir punda) 5. Kobe Bryant – körfuknattleikur 7,6 milljarðar kr. (39,3 milljónir punda) 6. Tiger Woods – golf 7,6 milljarðar kr. (39,1 milljónir punda) 7. Roger Federer – tennis 7 milljarðar kr. (35,9 milljónir punda) 8. Phil Mickelson – golf 6,6 milljarðar kr. (34 milljónir punda) 9. Rafael Nadal – tennis 5,5 milljarðar kr. (28,4 milljónir punda) 10. Matt Ryan – bandarískur fótbolti 5,4 milljarðar kr. (28 milljónir punda) „Af áratuga reynslu minni af fjármálum íþróttafélaga hér á landi fæ ég því ekki betur séð en að enn sé að harðna á dalnum í fjármálum stóru knatt- spyrnufélaganna. Launagreiðslur eru í engu samræmi við rekstrar- forsendur og rekstrarumhverfi þessara félaga,“ segir Brynjar Harðarson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.