Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 105
Valsblaðið 2015 105
Starfið er margt
meiðsla. Hvort Ólafur spili fleiri leiki
með liðinu skal ósagt látið, en það er al-
veg ljóst að liðið hefur burði til að berj-
ast um alla titla sem í boði eru. Auk
þeirra sem borið hafa liðið uppi undan-
farin ár eru ungir leikmenn líkt og Ómar
Ingi, Daníel Þór og Ýmir Örn að spila
stærra hlutverk með hverjum leiknum.
Eftir áramót er von á Elvari Friðrikssyni
til baka úr langvarandi meiðslum og þá
verður breiddin í liðinu enn meiri en hún
er í dag.
2. flokkur karla
Valur sendi eitt lið til keppni í Íslandmóti
2. flokks og bikarkeppni HSÍ.
Í bikarkeppninni sat Valur hjá í 16 liða
úrslitum en vann FH í 8 liða úrslitum,
33-29. Í undanúrslitum var leikið á móti
ÍBV og vann Valur leikinn, 29-30. Í úr-
slitum var leikið við Hauka og tapaðist
leikurinn eftir framlengdan leik, 26-25.
Þá varð flokkurinn í 2. sæti 1. deildar
og komst alla leið í úrslit Íslandsmótins
með því að vinna Stjörnuna í 8 liða úrslit-
um 33-30 og Hauka í undanúrslitum, 28-
26. Í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn
tapaði Valur fyrir FH í hörkuleik, 22-23.
50 leikir: Alexander Örn Júlíusson,
Bjartur Guðmundsson, Geir Guð-
mundsson og Guðmundur Hólmar
Helgason
Á lokahófi HSÍ var Guðmundur Hólmar
Helgason valinn besti varnarmaður Olís
deildarinnar, Stephen Nielsen besti
markvörðurinn og Hlynur Morthens
hlaut Háttvísiverðlaun HSÍ. Þá var Kári
Kristján Kristjánsson valinn í úrvalslið
deildarinnar.
Eins og gengur urðu nokkrar breytingar á
leikmannahópnum. Kári Kristján Krist-
jánsson og Stephen Nielsen fóru til ÍBV
og Finnur Ingi Stefánsson til Gróttu. Er
þeim öllum þakkað fyrir gott samstarf og
framlag til félagsins, ekki síst Finni sem
var hér í 5 ár og varð bikarmeistari með
Val árið 2011. Tveir leikmenn sem höfðu
verið áður á Hlíðarenda sneru aftur; Sig-
urður Ingiberg Ólafsson markvörður
samdi við Val eftir að hafa staðið sig frá-
bærlega hjá Störnunni og Gunnar Harð-
arson, sem var m.a. þátttakandi í Íslands-
meistaratitlinum 2007. Auk þess var ljóst
að efniviðurinn úr yngri flokkum félags-
ins hefur sjaldan eða aldrei verið meiri
og var þessum leikmönnum ætlað stærra
hlutverk á yfirstandandi tímabili.
Þegar þetta er skrifað eru strákarnir í
2. sæti Olís deildarinnar með 13 sigra í
17 leikjum og hafa tryggt sér sæti í 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar. Þó nokkuð
hefur verið um meiðsli hjá liðinu en það
hefur verið virkilega gaman að fylgjast
með liðinu takast á við það. Auðvitað
hafa komið kaflar sem hafa ekki verið
nógu góðir og það vita allir sem koma að
liðinu, en þegar horft er á heildarmynd-
ina er árangur liðsins fínn, breiddin í
mannskapnum mikil og horfurnar fyrir
framtíðina afar góðar. Gaman var fyrir
alla að sjá Ólaf Stefánsson taka skóna
fram í nóvember síðastliðnum. Þar sýndi
hann hversu mikill félagsmaður hann er
með því að hjálpa til þegar báðar örv-
hentu skyttur liðsins voru frá vegna
bjartsýni fyrir bikarhelgina enda liðið að
spila mjög vel á þessum tíma. Undanúr-
slitaleikurinn við FH var hreint út sagt
ótrúlegur og taugatrekkjandi fyrir áhorf-
endur, en hann tapaðist því miður eftir
tvær framlengingar og þar með lauk þátt-
töku Vals í Coca Cola bikarnum 2015.
Í Olís deildinni unnust 20 leikir af 27
og niðurstaðan varð 42 stig, en titillinn
var tryggður í næstsíðustu umferð með
eins marks sigri í Garðabæ. Liðið var í
toppsætinu meirihluta tímabilsins,
breiddin í liðinu var mikil alls staðar á
vellinum og titillinn fyllilega verðskuld-
aður. Oft er talað um að þessi titill sé sá
sem erfiðast er að vinna og auðvitað
skiptir hann miklu máli. Hins vegar er
það þannig að sá stóri í handboltanum
vinnst ekki fyrr en að lokinni úrslita-
keppni og inn í hana fóru allir staðráðnir
í að enda sem Íslandsmeistarar. Andstæð-
ingarnir í 8-liða úrslitum voru Frammar-
ar og þrátt fyrir hetjulega baráttu Framm-
ara voru okkar strákar sterkari og unnu
einvígið 2-0. Þá var komið að risaslag í
undanúrslitum við bræðra/systrafélag
okkar í Haukum. Skemmst er frá að
segja að við sáum aldrei til sólar í því
einvígi og Haukar unnu verðskuldað 3-0
og urðu síðan Íslandsmeistarar. Von-
brigði allra sem komu að liðinu voru þó-
nokkur, enda ætluðu allir sér stóran titil
þetta tímabilið.
Á lokahófi handknattleiksdeildar voru
eftirfarandi verðlaun veitt í meistara-
flokki karla:
Besti leikmaður: Orri Freyr Gíslason
Efnilegasti leikmaður: Ómar Ingi
Magnússon
Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenn
ingu fyrir fjölda leikja með meist
araflokki Vals:
200 leikir: Elvar Friðriksson og Orri
Freyr Gíslason
150 leikir: Hlynur Mortens og Atli Báru-
son
100 leikir: Finnur Ingi Stefánsson og
Sveinn Aron Sveinsson
Stemmning í Laugardalshöll
bikarúrslitahelgina. Flottir
stuðningsmenn.
Deildarmeistaratitli fagnað.