Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 116

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 116
116 Valsblaðið 2015 fá tækifæri í dag en fyrir nokkrum ára- tugum þegar það voru 25–30 leikmenn að æfa með meistarflokki. Auðvitað er landslagið mjög breytt og miklu meiri kröfur gerðar til leikmanna en engu að síður finnst mér að við ættum að huga betur að okkar unga fólki.“ Auk þess að vera á öllum heimaleikj- um í handbolta er Svanur í gönguhópi góðra og tryggra Valsmanna sem arka niður í Nauthólsvík á laugardagsmorgn- um áður en þeir taka þátt í getraunastarf- inu. „Þetta er skemmtilegur félagsskapur og þar fyrir utan bráðnauðsynlegt að hreyfa sig almennilega. Ef það er hált þá förum við upp og niður Laugaveginn enda er hann upphitaður.“ Þorgrímur Þráinsson tók saman „Ég hóf að leggja leið mína að Hlíðar- enda sem smákrakki en flutti síðan í Smáíbúðahverfið, nánast við hliðina á Víkingsheimilinu. Tólf ára gamall kom ég hingað aftur og hóf að stunda hand- bolta og fótbolta. Það má segja að keppnisferilinn hafi spannað 10 ár en ég spilaði þó aldrei með meistaraflokki.“ Svanur er einn af hinum fjölmörgu „huldumönnum“ að Hlíðarenda, fólkinu sem vinnur sem sjálfboðaliðar, nánast dag eftir dag og þarf enga athygli af því Valur er ávallt í fyrsta sæti. Þetta eru gullmolar félagsins. Svanur hóf að dæma fyrir Val þegar hann var 18 ára og dómarastörfunum lauk ekki fyrr en hann var rúmlega sex- tugur. „Þetta voru einhverjir tugir leikja á ári og stundum tveir sama kvöldið, leikir A- og B-liða. Mér þótti þetta skemmti- legt og svo bættust fjölmargir old-boys leikir við.“ Um fimmtugt hóf Svanur að starfa sem húsvörður að Hlíðarenda og var á þeim vettvangi í sjö ár eða þar til gamla íþróttahúsið var rifið. „Samhliða því að vera húsvörður sinnti ég dómarastörfum þannig að það var ávallt í mörg horn að líta. Ég kynntist einstökum Valsmönnum þegar ég var í stjórn knattspyrnudeildar; Gísla Þ. Sigurðssyni, Sigga Mar, Elíasi Hergeirssyni og fleirum. Ég hef alltaf sótt handbolta- og fótboltaleiki hjá Val og í dag hef ég umsjón með heimaleikj- unum í handbolta en í því felst allur und- irbúningur og frágangur að leikjum lokn- um.“ Börn Svans eru vitanlega Valsarar þótt þau hafi ekki verið iðkendur. „Ég á reyndar eitt barnabarn í Val, Viktor Frey sem spilar með 2. flokki í fótbolta. Svanur segist vera mjög sáttur við að- stöðuna hjá Val og alla uppbyggingu en honum finnst þó að það mætti oftar gefa ungum leikmönnum fleiri tækifæri með meistaraflokki. „Margir leikmenn Gróttu spiluðu handbolta með Val fyrir tveimur árum en blómstra nú á Seltjarnarnesi. Valur varð Reykjavíkurmeistari í 2. flokki pilta í fótbolta sl. vor en þeir bestu fengu aðeins örfá tækifæri til að æfa með meistara- flokki. Það virðist vera mun erfiðara að Fólkið á bak við tjöldin Hefur verið að Hlíðarenda í hálfa öld Svanur M. Gestsson er kamelljónið að Hlíðarenda, fyrrum iðkandi, dómari og húsvörður en er í dag umsjónarmaður heimaleikja í handbolta – og fótbolta-afi Svanur Gestsson (t.h.) ásamt Evert Evertssyni og Ólafi Stefánssyni eftir að Óli tók fram skóna að nýju í vetur, í ljósi meiðsla lykilleikmanna, og stóð sig eins og hetja. Það er alltaf hægt að stóla á Svan þegar leikjum er lokið því hann sér um fráganginn ásamt fleiri sjálfboðaliðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.