Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 32
30
Örnólfur Thorsson
um að tiltekið stofnrit eigi rætur að rekja til frumgerðar höfundar sem unnt sé
að tímasetja eru huglægar, byggja á mati á mismunandi lesháttum í öllum
þekktum handritum viðkomandi texta. Jafnvel þó finna megi stofnrit með slíkri
röksemdafærslu er allt jafn hulið um frumgerðina og hinn eina höfund sem
saman setti í öndverðu. Gátan um aldur Islendinga sagna og höfunda þeirra
verður ekki leyst einvörðum með textarýni enda þótt brögð hennar dugi jafnan
best til að tímasetja handrit.
Til frekari glöggvunar á aðferðum nútíma textafræði langar mig til að vitna
til fróðlegs fyrirlestrar sem Stefán Karlsson handritafræðingur hélt á málþingi
í Kaupmannahöfn árið 1979 og var svo elskulegur að lána mér. Þessi fyrirlestur
bar dálítið svartsýnan titil: „Skal udgiverens arbejde være omsonst?“, og í
honum veltir Stefán því m.a. fyrir sér hvort hefðbundnar textafræðilegar út-
gáfur komi að því gagni sem þeim er ætlað, nýtist þeim sem sinna rannsóknum
eða útgáfustarfi. Þeir fræðimenn, aðrir en textafræðingar og málfræðingar, sem
fást við rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum vitna einatt í lestrarút-
gáfur, sjálfsagt vegna þess að hin vísindalega útgáfa er heldur óárennileg og þeir
kunna ekki að nota hana og það ættartré handrita sem henni fylgir. Því fylgir sú
hætta að menn hengi sinn fræðilega hatt á orð eða orðalag, lesbrigði, sem ekki
er stutt traustum rökum. Margir hafa sjálfsagt tekið eftir því að sagnfræðingar
vísa oftar til Sturlunguútgáfu þeirra Kristjáns Eldjárns, Jóns Jóhannessonar og
Magnúsar Finnbogasonar (1946) en vandaðrar textaútgáfu Kristians Kálunds
frá upphafi aldarinnar (1906-11) enda þótt hún sé sá grundvöllur sem útgáfan
frá 1946 byggir á; bókmenntafræðingar vitna oftar til fornsagnaútgáfu Guðna
Jónssonar og íslenzkra fornrita en stafréttra útgáfna sömu texta, og þannig
mætti lengi telja. Stefán rekur stuttlega þær kröfur sem gerðar eru nú á dögum
til stafréttrar útgáfu:
Gennemgang af det fuldstændige hándskriftmateriale, en kort beskrivelse af hven
enkelt hándskrift med placering i tid og eventuelt i sted, en redegorelse for hánd-
skrifternes indbyrdes forhold, valg af og bogstavret aftrykning af én eller flere
hovedtekster, aftrykning af samtlige varianter fra de hándskrifter som skonnes at have
tekstkritisk værdi og endelig registre af forskellige slags - ikke bare navneregistre til
teksten, men ogsá hándskrift- og navneregister til indledningen.
(Stefán Karlsson 1979)
Við útgáfur hefur það lengi verið venja „... at meddele en hovedtekst efter et
enkelt hándskrift med de færrest mulige rettelser og hertil et variantapparat som
indeholder samtlige varianter fra alle de hándskrifter som antages at have
tekstkritisk værdi, altsá de hándskrifter der teoretisk kan indeholde læsemáder
der er mere originale end hovedhándskriftets." En einsog Stefán bendir á er
gallinn við þessa aðferð sá, að þeir sem ættu að nota þessar vönduðu útgáfur
gera það ekki, fræðimenn vitna í samræmdar útgáfur eða almennar lestrar-
útgáfur og þeir sem sjá um þær útgáfur láta oft við það sitja að prenta aðaltexta
undirstöðuútgáfunnar og líta aldrei á varíantana. Og hann hugleiðir hvort ekki