Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 115
Grettla
113
þvílíkri velþóknun, að engu er líkara en að orð Spesar séu nokkurs konar bak-
þanki. Eitthvað verður líka að gera við þau eftir árin nítján vegna hliðstæðunnar
við líf Grettis eftir hans skírslu, og sökum þess að hér er gæfufólk á ferðinni
sýnist nærtækast að skella þeim í klaustur.
Hermann Pálsson heldur því fram af nokkurri þrákelkni að Grettis saga sé
umfram allt byggð á klerklegum lærdómi. Óneitanlega virðist sá fjöldi orðs-
kviða sem er í sögunni benda til þess að höfundur hafi annað hvort haft þvílíkan
vísdóm á hraðbergi, eða jafnvel á bókum á púlti sínu. En hvernig sem því hefur
annars verið varið - hvort þetta eru þau rittengsl sem virðist svo mikið
keppikefli að sanna, eða hvort við eigum að trúa höfundi þegar hann skeytir
framan við viskuna „mælt er“ eða hvort hann hafi einfaldlega samið þetta
sjálfur - eða allt þetta - þá skiptir það kannski ekki mestu máli þegar allt kemur
til alls, heldur hitt hvernig þessir orðskviðir eru notaðir í sögunni, hvernig þeir
falla saman við annað efni hennar stíllegt og hugmyndalegt, í hverju umhverfi
þeir koma fyrir. Merking orða, setninga, málshátta, orðasambanda, rís af
innbyrðis venslum þeirra og sambandi við aðra hluta þess sjálfumnæga heims
sem hvert skáldverk er. Áhrif koma vissulega að utan: úr öðrum bókum,
samfélaginu sem verkið sprettur úr, einkahögum höfundar - ótal hlutum - en
hin endanlega merking eins og hún blasir við viðtakandanum ræðst af
merkingartengslum hinna ýmsu eininga þess. Þó svo við lítum á orðskviði
bókarinnar eins og utanaðkomandi jólaskraut sem er hengt utan á tré má ekki
gleyma því að áður en skrautið kemur er jólatréð aðeins barrtré, sem er allt
annað tré. Það skiptir því ekki meginmáli hver merking tiltekins málsháttar er
hjá einhverjum spekingi sem höfundur Grettlu hefur lesið, heldur hitt hvernig
hann hefur skilið þennan málshátt og hvernig hann notar hann síðan. Ekkert
verður af engu: það er vafalaust að höfundur Grettlu hefur efnivið sinn úr ótal
áttum, en um leið og við einblínum í þær áttir hættum við að horfa á skáld-
verkið sjálft nema sem heimild um þau áhrif sem við erum að hnusa uppi.
114. kafla kemur fyrir orðskviðurinn „vinur er sá annars er ills varnar“ (bls.
968) og segir Hermann Pálsson um hann að það hafi löngum þótt „aðalsmerki
sannrar vináttu að vara menn við illu“ og minnir í því sambandi á 13. erindi í
Bersöglisvísum Sighvats Þórðarsonar. Síðan rekur hann sviplíka hugsun í Háva-
málum, Eglu og Hugsvinnsmálum. Þá er hann kominn yfir í latínuna því
Hugsvinnsmál eru þýðing á Disticha Catonis, sem minnir hann á Orðskviði
Publiliusar Syrusar og það kveikir með honum hugrenningartengsl við Máls-
háttarkvæði, Hávamál aftur, Sólarljóð, Orkneyinga sögu og Ragnars sögu Loð-
brókar, en hún hefur sinn málshátt úr latínu frá Mostellaria I Plautusar. Þessu
ferðalagi um hinar víðu lendur fornra fræða lýkur svo í Möttuls sögu og þá
höfum við þessa setningu: „Margt kann öðruvís til að bera en menn hyggja".16
Sem að sínu leyti mætti tengja orðskviði sem hafður er eftir Kjarval: „Það er
ýmislegt og alls konar í handahöldunum á ómögulegheitunum". Hermanni
Pálssyni láist hins vegar að geta þess hvar og hvenær þessi lærða speki um
vináttuna er sett fram í Grettla- hann hugar ekki að samhenginu. Grettir er tíu
8