Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 39

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 39
GLÓÐAFEYKIR 39 Vorið 1955 lézt Sigríður á Mjóafelli, móðir Jóns, en hann var ógiftur og barnlaus og bjó eftir það með Guðrúnu systur sinni; einnig var þar drengur, er hún átti, Haukur Gíslason; ólst hann þar upp til fullorðinsára. Mörg börn önnur dvöldu á Mjóafelli í bú- skapartíð Jóns, lengri eða skemmri tíma. Var sem þau ættu þar for- eldrum að fagna. Barngæði og manngæzka fylgdu þessu fólki öllu, hvert sem það fór, hvar sem það dvaldi. Eftir að Jón hætti búskap var hann til heimilis á nokkrum stöðum, nú síðast í Reykjavík. Þar lézt hann af slysförum haustið 1970. Jón Gunnlaugsson frá Mjóafelli er nú horfinn inn fyrir fortjaldið mikla, en vinir hans vita, að þar er ljós sem lýsir góðum dreng í góða höfn. Jón Guðbrandsson.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.