Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 39

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 39
GLÓÐAFEYKIR 39 Vorið 1955 lézt Sigríður á Mjóafelli, móðir Jóns, en hann var ógiftur og barnlaus og bjó eftir það með Guðrúnu systur sinni; einnig var þar drengur, er hún átti, Haukur Gíslason; ólst hann þar upp til fullorðinsára. Mörg börn önnur dvöldu á Mjóafelli í bú- skapartíð Jóns, lengri eða skemmri tíma. Var sem þau ættu þar for- eldrum að fagna. Barngæði og manngæzka fylgdu þessu fólki öllu, hvert sem það fór, hvar sem það dvaldi. Eftir að Jón hætti búskap var hann til heimilis á nokkrum stöðum, nú síðast í Reykjavík. Þar lézt hann af slysförum haustið 1970. Jón Gunnlaugsson frá Mjóafelli er nú horfinn inn fyrir fortjaldið mikla, en vinir hans vita, að þar er ljós sem lýsir góðum dreng í góða höfn. Jón Guðbrandsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.