Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 10
8
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
til útgáfu mikils háttar skáldverka, og voru sum þeirra nokk-
uð stór og dýr einstökum mönnum að kosta þau. En svo komu
iðulega út á vegum félagsins og oft án efa að hvötum stjórn-
ar þess rit, sem telja má með vísindabrag, meira eða minna,
og studdust þau að einhverju eða öllu leyti við sjálfstæðar
rannsóknir.
Sérfræði mátti það heita, þegar félagið gaf út sálmasöngs-
bók Péturs Guðjónssonar, og fyllti það eyðu, hvort sem lista-
maðurinn fór að öllu leyti rétta leið eða ekki. f annað sinn
vantaði lítið á, að félagið gæfi út verk um tónlist, sem nú
þykir harla mikilvægt: fslenzk þjóðlög eftir Bjarna Þorsteins-
son. En þó að þetta rit kæmi ekki að fullu út á vegum félags-
ins, lagði það þó nokkuð fram til útgáfunnar.
Annað dæmi þess, hve víða félagið kom við, er þetta. Árið
1868 gaf það út smákver um einfalda landmælingu eftir
Björn Gunnlaugsson. Þremur árum fyrr birti það rit hans
Tölvísi, sem varla mun hafa verið alþýðulestur; af því kom
aldrei nema eitt hefti, en það var raunar 400 bls.
Nú skal hverfa að því, sem kalla má aðalmarkmið félags-
ins, en það var að styðja íslenzka tungu og efla þekkingu á
bókmenntum og sögu og menningu þjóðarinnar, með verkum,
sem reist voru á sjálfstæðum rannsóknum.
Auðséð er, að frá upphafi var stjórnendum félagsins mikið
í mun að láta semja sögu fslands. Þetta var gert með þvi, að
Sturlunga var gefin út á árunum 1817-—20 í fyrsta sinn, og
í kjölfar hennar Árbækur Jóns Espólíns á árunum 1821—55.
Sturlunga bar vitanlega öll merki þess að vera fyrsta útgáfa,
þar sem ekki var unnt að styðjast við fyrri rannsóknir hand-
rita, og sannast hér vitanlega orð Snorra Sturlusonar, að flest
frumsmíð stendur til bóta, en þó var útgáfa þessi ómetanleg.
Aftur á móti studdust Árbækur Espólíns við fræðiiðkanir
margra manna á seinni öldum, annálaritara og ættfræðinga;
verkið galt þess vitanlega, að þau rit voru lítt könnuð, enda
var gagnrýni texta og heimilda þá enn skammt á veg komin
og aðeins einstaka afburðamanna eign. Eigi að síður voru
þetta stórvirki, sem drógu á eftir sér ný rit og rannsóknir,