Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 14
12
Einar Úl. Sveinsson
Skírnir
ingu Islands í fjórum stórum bindum (1908—22), Land-
fræðasögu Islands einnig í fjórum bindum (1892—1904) og
bók um Landskjálfta á Islandi (1899 og 1906). Þá var gefin
út bók Stefáns Stefánssonar, Flóra íslands (1901), og bók
eftir Helga Jónsson: Bygging og líf plantna (I-—II, 1906—07).
Upp frá þessu fer að breytast hagur raunvísindamanna, með
tilkomu Menningarsjóðs og margs annars, og hverfa þá því-
líkar bækur að sinni úr útgáfuskrám félagsins.
Auðsætt er, að í fyrstu ber ekki mjög mikið á sjálfstæðum
vísindarannsóknum í útgáfum félagsins. En þegar Jón Sig-
urðsson varð forseti þess 1851, breyttist þetta, því að 1853
hófst útgáfa Safns til sögu íslands og íslenzkra bókmennta.
Skírnir var þá, eins og fyrr var sagt, fréttarit, og hefur fé-
lagsmönnum þótt þörf á riti, sem hefði nokkurt tímaritssnið,
og mætti þar koma fyrir jafnt löngum ritsmíðum sem skömm-
um, og loks er óefað, að menn hafa mjög girnzt að hafa mál-
gagn, þar sem koma mátti fyrir vísindalegum ritsmíðum
framar en áður hafði verið unnt, en eins og fyrr var sagt,
kvað lengi vel mikið að alþýðlegum fræðiritum á vegum fé-
lagsins. Safn til sögu Islands varð brátt merkilegt ritsafn.
Þar er prentað allmikið af heimildarritum, en auk þess birt-
ust þar ýmsar rannsóknir, oft eftir merkustu vísindamenn
þjóðarinnar. Þannig birtist í fyrsta bindi Biskupa tal eftir Jón
Sigurðsson, Um Fagurskinnu og Ölafs sögu helga eftir Jón
Þorkelsson rektoi', Um tímatal í íslendingasögum eftir Guð-
brand Vigfússon, meistaralega skrifað verk, en um efnið
komst höfundur að ýmsu leyti á aðra skoðun síðar. Enn má
nefna Ævi Sturlu lögmanns Þórðarsonar eftir Svein Skúlason.
Annað bindi hófst með Lögsögumannatali og lögmanna
eftir Jón Sigurðsson, síðan tóku við staðfræðilegar ritgerðir
varðandi Islendingasögur. I 3. bindi, sem hófst 1896, er rit-
gerð um Skúla Magnússon eftir Jón Jónsson [Aðils], Athuga-
semdir við fornættir eftir Eggert Ó. Brim, en langmerkast í
því bindi er þó rit Bjarnar M. Ólsens: Um Sturlungu, og má
fullyrða, að fátt eitt, sem félagið hefur látið prenta, stendur
þeirri ritgerð á sporði. I 4. bindi eru allmörg heimildarrit,
einkum um jarðelda á Islandi*, en auk þess ritgerð eftir Björn