Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 207
Skímir Prestar á Alþingi. 1845—1945 205
þegar mikið lá við og landsmenn þurftu eða vildu koma fram
sem heild.
Með einveldinu 1662, svo og hnignandi þjóðarhag, verða
fslendingar æ dofnari og deigari. Biskupar og klerkar verða
stöðugt bundnari eigin hag og afkomu, sem með ári hverju
varð óhægari. En ekki má gleyma því, að á þessu skeiði voru
þeir eins konar móttökutæki landsmanna fyrir erlend áhrif
og strauma í menningarmálum og trúarefnum. Ljóstírur þeirra
voru að vísu oft harla daufar, en samt voru þær löngum
betri en hrein villuljós eins og þau, sem svo mjög hefur verið
veifað, síðan hver og einn, sem það gimtist, fór að vísa sam-
borgurunum leið með aðfengnum Ijósfærum.
Margir af mætustu og þörfustu sonum Islands á seytjándu
og átjándu öld voru prestar eða prestlærðir; nægir þar að
nefna þá Pál Jónsson Yídalín lögmann og Bjarna Halldórs-
son, sýslumann á Þingeyrum. En stjómmálaafrek þessara
tíma tekur ekki að nefna hér.
Á átjándu öld koma einnig til sögunnar menntamenn, sem
ekki voru guðfræðingar fyrst og fremst. Fyrsti fslendingurinn,
sem fullkomnu lögfræðiprófi lauk frá Kaupmannahafnar-
háskóla, var Þorsteinn Magnússon, síðar sýslumaður í Rang-
árvallasýslu. Tók hann prófið 1738.3) Siðan smáfjölgar lög-
fræðingum, þá koma læknar, náttúrufræðingar, málfræðingar;
en eftir sem áður var guðfræði um langan aldur virðulegasta
námsgrein háskólans, og guðfræðingar frá Hafnarháskóla áttu
fleiri leiðir greiðar til lífvænlegra embætta og frama en aðrir
íslenzkir menntamenn um langa hríð.
Erfitt hefðu þeir, sem lifðu af Móðuharðindin, átt með
að gera sér í hugarlund, að nú yrði þess skammt að bíða, að
voraði í sögu þjóðarinnar. Engu að síður má nú á dögum
greina marga óræka vorboða í íslenzku þjóðlífi þegar um
aldamótin 1800 og síðan hvern af öðrum, þótt lítið hafi mátt
út af bera, til þess að allt ylti um koll að fullu og öllu. En
fyrstu íslenzku menningarfélögin, fyrstu íslenzku kaupmenn-
irnir, fyrstu þilskipin, allt voru þetta lífsmörk á líkama, sem