Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 226
224
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
menni er hann hið mesta og frjálslyndur í atkvæðagreiðslu.“
Svo segir samþingismaður Benedikts, Sveinn Skúlason, eftir
þing 1859.20) Benedikt var Bessastaðastúdent, þá kominn á
fertugsaldur. Hann var afi Ölafs Lárussonar prófessors.
Eiríkur Ólafsson Kúld prestur á Helgafelli (Stykkishólmi)
var þingmaður Barðastrandarsýslu 1865—1885 (varaþing-
maður Brynjólfs Benedictsens í Flatey 1865 og 1867), en áður
hafði hann setið eitt kjörtímabil sem varaþingmaður Snæ-
fellsnessýslu (sjá þar). Hann vann sér það til frægðar strax
á þinginu 1865 að vera, auk Jóns Sigurðssonar, skæðasti and-
mælandi fjárhagsmálsfrumvarps stjórnarinnar, sem klauf
þingið í tvo næstum jafna flokka. Var hann upp frá því sér-
lega handgenginn Jóni á Alþingi. Þar kvað lengi mikið að
honum, en heima fyrir, er sagt, að hann hafi verið afskipta-
lítill. Síðustu árin á þingi varð hann fyrir talsverðu aðkasti
yngri manna, utan þings og innan, sem sökuðu hann um
stefnuleysi eða hreint afturhald. Má gerla greina þann anda
í eftirfarandi ummælum úr Fjallkonunni 1885: „Síra Eiríkur
Kúld er maður hár og grannur, andlitið fjörlegt, ennið hrukk-
ótt, nefið einkennilega framstætt, munnurinn hálfbrosleitur
og munnleðrið hálfeltiskinnslegt. Maðurinn er i einu orði
fjörlegur og glaðlegur. Hann er haltur; væri hann það ekki,
mundi hann vera inn snyrtimannlegasti á fæti.“ Síðar segir:
„Síra E. K. virðist hugsa fremur lítið og óljóst um stjórn-
mál. . . Það vantar eitt atriði í ræður sira E. til þess að hann
geti heitið mælskur, og það er — efni. En hann er ólatur að
tala. ... 1 prívatlífinu er sr. E.K. inn viðkynnilegasti mað-
ur, skemmtilegur, góðmenni, og heima inn gestrisnasti að
sögn.“21) — Eiríkur Kúld var tengdasonur Sveinbjamar
Egilssonar rektors. Hann var Bessastaðamaður.
SigurSur Jensson prófastur í Flatey rekur þessa litríku
prestalest úr Barðastrandarsýslu. Var hann þingmaður kjör-
dæmisins 1886—1907. Ekki þótti mikið að honum kveða á
Alþingi, en á kjörfundum reyndist hann torsóttur. Hann var
kosinn sem fylgismaður Benedikts Sveinssonar í stjórnar-
skrármálinu. Síðustu þingin var hann eini þingmaðurinn,
sem taldist til Landvarnarflokksins, en átti þá yfirleitt sam-