Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 294
290
Ritfregnir
Skírnir
snyrtilega girtur af þeim
sem héðan fóru endur fyrir löngu,
og ég sagði við sjálfan mig:
það er þá ekki eins og allir
séu farnir.
Og eins og þeir vaka yfir heiðinni
og halda trúnað við land sitt og jörð,
þannig fylgir þú okkur
um gil og skorninga
daglegs lífs.
Ég veit ekki, hvort ég væri alveg sáttur við náttúrustemmninguna í
þessu kvæði, ef veigur þess væri ekki í öðru fólginn. Því náttúran er
þarna séð í óeiginlegri eða yfirfærðri mynd, sem gefur henni óhlutlæga
dýpt. Fyrri hluti kvæðisins er í rauninni undirbúningur þess, sem koma
skal. Skáldið spennir bogann ekki of hátt. Það er ekki fyrr en með síð-
ustu vísunni, að ljóst er, hvað fyrir því vakir. Þar er efni kvæðisins dreg-
ið saman í einn kjarna. Þá, en ekki fyrr, á leynihólf þess að opnast. Megin-
hluti þess á ekki að skyggja á þennan kjarna, heldur að gera hann sýni-
legri, áþreifanlegri. Þá eru það „gil og skomingar daglegs lífs“, sem eftir
verða í vitundinni, en ekki eitthvert hlutlægt landslag, sem út af fyrir sig
hefði aldrei megnað að gera þetta kvæði svo hugnæmt sem það er.
Næst á eftir Sálmum á atómöld koma kaflarnir: Ó, þetta vor; Myndir
í hjarta mínu; Hér slær þitt hjarta, land; og Goðsögn.
Þó að margt sé að sjálfsögðu athyglisvert í þeim köflum, ætla ég ekki
að gera þá að umræðuefni hér. Hins vegar langar mig að fara nokkrum
orðum um síðasta hluta bókarinnar, sem mér þykir koma næst á eftir
Sálmum á atómöld með ljóðrænni samstilling og skáldlegum næmleika.
Friðsamleg sambúð heitir þessi kafli, og, eins og Sálmar á atómöld,
eru þau nafnlaus, aðeins tölusett; átján talsins.
Sé augum rennt hratt yfir bókina, kemur í ljós, að kvæðin í þessum
tveim köflum eiga annað sammerkt: stutt vísuorð. Eins og flestum skáld-
um, sem stefna að léttleika og einfaldleika, virðist Matthíasi láta vel að
kveða með stuttum ljóðlinum. Höfugri framsetning hæfa lengri og þyngri
ljóðlinur.
Ég tek hér sem dæmi ljóð það, sem merkt er hið XI. í kaflanum:
Vofubleikir
á brunasöndum
hlusta þeir, bíða
við blakka kletta
niðdimma nótt,
særa brimið
svellhvítt þrumandi brim,
ljósker í styrkum höndum -—