Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 171
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
169
efni, að vísur eru stundum tvíteknar (52. og 65. vísa, 76. v.
tvítekin; tvær vísur Hólmgöngu-Bersa nærri eins), nærri því
sömu atvik koma fyrir oftar en einu sinni, svo sem að Þor-
valdur tinteinn verður tvisvar halloka fyrir víkingum (bls.
293 og 296—98); að Kormakur kyssir Steingerði tvisvar og
geldur fé fyrir og kveður sömu vísuna um (bls. 291 og 293).
Miklu fleira mætti nefna, sem likja má við tilbrigði munn-
legra frásagna; oft eru missagnir milli vísna og óbundins máls
o. s. frv. Ber hér allt að sama brunni: Kormakssaga ber minni
merki „ritstjórnar“ en títt er um fslendingasögur, er líkari
munnlegum frásögnum.
Enn eitt skal nefna, áður en horfið er að öðru efni. öll er
sagan varðveitt í Möðruvallabók, en auk þess er til lítið skinn-
bókarbrot, talið töluvert yngra. Ef Möðruvallabók stæði ein
uppi, mætti frekar gruna textann. En brotið geymir sama
texta með litlum frábrigðum, og eru smávillur í báðum á vixl.
Þetta styður þá skoðun, að texti sögunnar muni ekki vísvitandi
breyttur, en í honum eru villur eins og öðrum mannaverkum.
Nærri allir, sem um söguna hafa ritað, hafa talið mikið
gamalt efni í henni. Frá þessu er ein undantekning. f riti sínu
Skáldasögur, 1961, hefur Bjami Einarsson haldið því fram,
að sagan sé skáldsaga frá rótum, rituð snemma á 13. öld.
Aðalfyrirmynd hennar sé Tristanssaga, en af því að hann
fellst á, að Kormakssaga sé frá fyrstu áratugum aldarinnar,
verður hún að vera eldri en þýðing bróður Róberts (1226).
Fyrir bragðið skortir algert skýringu á milliliðnum milli
frönsku kvæðanna og Kormakssögu. Vísur sögunnar telur fyrr-
nefndur fræðimaður ortar af söguritara og stælingu á suðrænum
trúbadúrakveðskap, en aftur er ekki sýnt, hver milliliðurinn
sé. Ritið má kallast málflutningur þessara skoðana, en í því er
ekki rökrætt það, sem á móti mælir. Reynt er að gera sem
minnst úr veilum sögunnar, og fá þær ekki hlutlausa meðferð.
Ekki treystir höfundur sér til að neita því, að Kormakur hafi
til verið og ort um höfðingja í Noregi, enda væri það erfitt,
en hann gerir ráð fyrir, að varðveizla konungakvæða hafi
verið góð, en það sem flestar íslendingasögur segi um uppruna
vísna sinna, sé marklaus tilbúningur. Ekki er því að neita, að