Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 306
vi Skýrslur og reikningar Skimir
Alexanders Jóhannessonar en frekari timasetning væri ekki tiltæk að
svo stöddu.
Einar Bjarnason kvaðst ekki þora að fara með tölur um upphæð um-
boðslauna, en sig minnti, að þau væru 25%.
Jón Ivarsson tók til máls og kvaðst ekki ánægður með svör um samn-
ingana við AB. Las hann úr lögum félagsins um hlutverk hókavarðar þess,
þar sem kveðið sé á um, að hann hafi á hendi störf, sem nú séu komin
í hendur annars aðila. Taldi hann, að til þess hefði stjórnin þurft að láta
breyta félagslögunum. Einnig taldi hann vanta upplýsingar um hóka-
birgðir félagsins og verð bóka. Hann mótmælti og, að forseti skyldi kalla
fyrirspurnir hans dylgjur.
6. Fundarstjóri bar reikninga félagsins undir atkvæði, og voru þeir
samþykktir í einu hljóði.
7. Kosning endurskoðenda. Guðmundur Benediktsson og Gústav A. Ág-
ústsson voru endurkjörnir með öllum greiddum atkvæðum.
8. Fundarstjóri gaf orðið laust.
Forseti tók til máls og mæltist sem hér segir:
Mig langar hér i fundarlok að mega segja enn fáein orð. Ég lýsi því
yfir, að ég læt af og segi af mér forsetastörfum. 1 tilefni þess óska ég að
taka fram, að ég mun ekki taka kosningu í stjóm (né fulltrúaráð) aftur.
Samkvæmt venjum og lögum mun ég reyna að sitja í forsæti þangað til
kosning hefur farið fram, m. a. til þess að aðrir stjómarmenn verði ekki
fyrir óvæntum og fyrirhafnarsömum verkum.
Þegar við tókum við af próf. Matthíasi Þórðarsyni, sem gegndi í raun-
inni mörgum störfum og var óvenju samvizkusamur, eins og allir vita,
vom að ýmsu leyti erfiðir tímar í sögu þess; eitt, sem ég skal nefna hér,
var, að próf. Matthíasi auðnaðist ekki að setja aðra stjómarmenn inn í
mál félagsins, og var það til mikils skaða; annað var flutningur hóka af
kirkjuloftinu og útvegun nýs húsnæðis; flutningurinn hlaut að kosta æði
mikið fé. Lengra skal ekki farið út í þessa sálma. En ég vil leyfa mér
að þakka innilega stjórn og fulltrúaráði fyrir ómetanlegt starf, Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar fyrir góða samvinnu, hjálp góðra manna að
veita okkur geymslupláss fyrir hækur, liðlegheit hókbindara og óvenju
mikla og góða hjálpsemi Gunnars Einarssonar prentsmiðjustjóra. Þakka
ég nú öllum þessum mönnum, nefndum og ónefndum, sem vinarhug
sýndu félaginu.
Hvað sjálfan mig snertir finnst mér rétt að segja, að úr sumum áttum
blés kaldara, og gæti ég um það og til þeirra manna sagt eins og draug-
urinn:
Ég þarf ekki að þakka,
þvi ég fékk ekki að smakka
utan vatnið tæra
og moldina að hræra.
Og verði þeim mönnum nú að góðu sín verk. Herra fundarstjóri, þá hef
ég lokið máli mínu.