Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 140
138
Magnús Már Lárusson
Skímir
Samkvæmt því, sem hér hefur verið sagt á undan, er
svo ráð fyrir gert, að lagasetning um frændsemis-, sifja- og
guðsifjaspell hafi farið fram á undan setningu Kristins réttar
forna. Um beina sönnun er ekki að ræða á því stigi, sem
þekkingin er nú. Hins vegar sýna samkynja norsk ákvæði, að
hún getur ekki verið yngri en frá miðri 12. öld.
Nú er því svo farið, að özurr, erkibiskup í Lundi, kom við
samningu Kristins réttar forna, enda eðlilegt, þar sem Island
laut stólnum þar. Hins vegar er það svo, að elzti kristinréttur
þeirra góðu manna, sem byggðu Skán, er löngu undir lok
liðinn. Vegna strangleika hans og hörku var annar linari
settur um miðja 12. öld, og er ekki mikið sameiginlegt hon-
um og Kristna rétti forna, hvorki um efni né framsetningu.
Þess mætti þó ef til vill vænta, að áhrifa gætti í námunda
við Lund, um Skán, á Sjálandi, á Gautlandi. En svo er vart
auðið að sjá í sambandi við afbrot þessi margræddu.
1 dönskum lögum almennt er ekkert ákvæði, sem fjallar
um margrædd afbrot. f kirkjulögum frá Skáni og Sjálandi,
frá því upp úr 1150 kemur þó fram, að slíta megi hjúskap
vegna skyldleika. En svo virðist sem hinar almennu reglur
kirkjuréttarins hafi verið notaðar. Eftir 1222 fékk kirkjan
dómsögn í hjúskaparmálum, og ætti það að benda til þess,
að fylgt hafi verið reglum Lateran-fundarins 1215. Það er
einkennilegt, að verzleg lög dönsk ganga framhjá þessum
málum.
Með sænskum lögum og ákvæðum Grágásar er ekki mikið
sameiginlegt. Eldri Vestgautalögin nefna afbrotin margræddu
fimarverk, og varða þau 3 marka sekt til biskups. Enn fremur
á sá brotlegi að ganga til Rómar. Til grundvallar framsetn-
ingu ákvæða liggur bréf Alexanders páfa III 1171 til erki-
biskups í Uppsölum, en kröfur páfa voru linaðar af Hónóríusi
páfa III um 1220—21. I yngri Vestgautalögum er sektin 3X9
merkur, en firnarverkið tekur aðeins til 2. liðar. Afbrot í 3.
og 4. lið varðar 12 aura sekt til biskups. Það er augsýnilegt,
að firnarverk er undir verzlegri dómssögu, en vægari brotin
undir dómssögu hiskups.
Dalamannalögin leggja á háar þrefaldar sektir, og máhn eru