Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 94
92
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
send til stjórnarinnar. Þau frumvörp hefðu, þótt breyting-
arnar væru nokkuð öðruvísi, haft sömu aðalstefnu og undir-
stöðu sem stjórnarskrárfrumvarp Alþingis 1873 (hér kallaði
Benedikt Sveinsson fram í: ,,Nei“), en frumvarp það, er nú
lægi fyrir þinginu, sagði Halldór, að væri allt annað. Taldi,
að þingið félli frá grundvelli fyrri stjórnarskrárfrumvarpa,
ef það samþykkti þetta frumvarp, en ef vér vildum breyta
nokkuru, riði oss mest á að sýna, að vér hefðum fengið grund-
völl, sem vér vildum halda föstum. Ekki að tala um, hvað
tíminn væri óhentugur vegna stjórnarbaráttunnar í Dan-
mörku. Þegar henni væri lokið, þá fyrst gætum vér búizt við,
að stjórnin færi að hugsa um þetta mál og einhver árangur
yrði af starfi þingsins í því. Á þessu þingi ætti aðeins að
fara fram á það að fá sérstakan ráðgjafa, en til þess þyrfti
enga stjórnarskrárbreytingu. „Þingið ræður, hvað það gerir“,
sagði Halldór, „hvort það vill berjast fyrir því, sem er árang-
urslaust, eða hafna því, sem öllum kemur saman um, að sé
mest áríðandi og sem það ef til vill getur fengið“.
Nú urðu nokkurar umræður. tJr meirihluta stjórnarskrár-
nefndar töluðu auk Benedikts Sveinssonar Jón Sigurðsson, síra
Jón Jónsson og síra Þórarinn Böðvarsson og þeim fylgdi ein-
dregið að málum Jón Ólafsson. Þórarinn Böðvarsson gerði sér-
staklega grein fyrir afskiptum sínum af stjórnarskrármálinu.
Kvaðst á fyrri þingum hafa verið í flokki þeirra, er helzt
vildu miðla málum og ekki hafna þeim kostum, er náð varð.
Síðan vér fengum stjórnarskrána 1874 væri allt öðru máli að
gegna, hún hefði orðið landinu til mikilla framfara og mætti
kalla hana viðunanlega. Þar sem nú væri ekki bráð nauðsyn
stjórnarskrárbreytinga, taldi hann réttast að fara þá leið, sem
meirihluti nefndarinnar valdi, koma fram með þær uppá-
stungur, sem hagkvæmastar væru fyrir landsmenn, hvort
sem möguleika væri að sjá eða ekki um lengri eða skemmri
tíma til að fá þeim framgengt. Nefndarfrumvarpið væri ein-
mitt sú stjórnarskrá, sem hann óskaði að Island fengi á sín-
um tíma og hvenær sem hún fengist. Síra Þórarinn vitnaði
meðal annars til bænarskrár frá Þingvallafundi. Á móti