Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 281
Skírnir
Ritfregnir
277
Early Icelandic Script as Illustrated in Vernacular Texts from the
Twelfth and Thirteenth Centuries, by Hreinn Benediktsson (Islenzk
handrit, Icelandic Manuscripts, Series in folio, Vol. II; Reykjavík 1965),
97 bls. + 78 myndir + lix bls.
Þetta er annað bindi ljósprentana í fólíóbroti, en fyrsta bindið er Is-
lendingabók, sem getið var hér að framan.
I formála gerir höfundur grein fyrir verkinu. Tilgangur þess er tví-
þættur. Annars vegar að leggja fram nokkurt magn texta til rannsókna
á forníslenzkri skriftarfræði og hins vegar að láta í té frumheimildir um
íslenzkt mál frá tima elztu texta fram til loka 13. aldar. Með hliðsjón af
þessu fjallar inngangur bókarinnar annars vegar um upphaf skriftarinnar
og þróun hennar á þessu tímabili og hins vegar um stafsetningu og þró-
un hennar.
Fyrsti kafli bókarinnar heitir „The Incipient Manuscript Tradition“,
bls. 13—18. Þar er rakið það, sem vitað er um upphaf ritaldar á Islandi.
Elzta handrit, sem enn er til, er páskatafla, AM 732 a VII 4to, sem senni-
lega er rituð á árunum 1121—1139. Frá 12. öld eru til leifar rúmlega tutt-
ugu handrita með rithöndum rúmlega þrjátíu skrifara. Frá 12. og 13. öld
eru alls þekktar rithendur rúmlega hundrað skrifara. Ljóst er, að þetta
er aðeins lítill hluti þess, sem til hefur verið.
Annar kafli nefnist „The Paleographic Background", bls. 18—40. Á
þeim tima, þegar Islendingar fara að skrifa, eru í Evrópu einkum tvenns
konar skriftir. Á meginlandinu var notuð karólingísk skrift, einkum í
Frakklandi og Þýzkalandi, en einnig í latínuritum í Englandi. 1 Englandi
var notað svonefnt engilsaxneskt eyjaletur í ritum á móðurmálinu. Is-
lenzk skrift er á elzta stigi fyrst og fremst karólíngísk, en fær síðar viss
einkenni engilsaxneskrar skriftar. Meginvandamál í sambandi við upphaf
skriftar á Islandi er það, hvort hún hefur borizt frá meginlandinu eða
frá Englandi. I Austur-Noregi er skriftin á elzta tíma komin af engil-
saxneskri skrift, en í Vestur-Noregi er hún blönduð karólingískum ein-
kennum. Höfundur ræðir þau atriði elztu islenzkrar skriftar og réttritunar,
sem gætu bent til enskra áhrifa. Niðurstaða hans er sú, að íslenzk skrift
sé komin af karólingískri skrift eins og hún tíðkaðist á latinubókum á
meginlandinu og i Englandi. Þegar tekið var að nota þessa skrift til þess
að skrifa íslenzku, var svo leitað enskra fyrirmynda, þannig t. d. um staf-
inn þ. Uppruni íslenzkrar skriftar er þannig tviþættur. Þessa niðurstöðu
styður höfundur með vitnisburði Fyrstu málfræðiritgerðarinnar og því,
sem vitað er um lærdómssögu þessa tíma. Niðurstöður höfundar eru frá-
brugðnar niðurstöðum D. A. Seips, Palæografi, B, Norge og Island (Nor-
disk kultur XXVIII :B; Stockholm, Oslo, Kobenhavn 1954), 44, sjá þó einn-
ig D. A. Seip, Norsk spr&khistorie til omkring Í370 2 (Oslo 1955), 64—65.
Þriðji kafli heitir „The Development of the Handwriting", bls. 40—54.
Höfundur skiptir þróun elztu islenzkrar skriftar í þrjú skeið. Á elzta skeiði
er hún einkum karólíngisk, en hefur orðið fyrir engilsaxneskum áhrifum.