Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 63
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
61
breytt þannig, að í henni var beinlínis gert ráð fyrir því,
að lög, sem Alþingi og ríkisþing Dana samþykkti, þyrfti til
að afnema dómsvald hæstaréttar í Danmörku í íslenzkum
málum.
Grímur Thomsen var formaður nefndarinnar, og tjáði
hann sig samhuga meðnefndarmönnum sínum um það, að
breytingar þær á stjórnarskránni, sem farið var fram á í
frumvarpi þeirra, væru æskilegar, en þar sem hann taldi
mjög vafasamt um ýmsar þeirra, að framgang mundu fá hjá
stjórninni, stakk hann upp á því að kljúfa frumvarpið í
tvennt þannig, að þær greinar þess, sem stjórnin mundi sízt
aðhyllast, yrðu hafðar í frumvarpi sér, en í öðru frumvarpi
þær greinar, sem heldur mætti vænta, að hún mundi fallast á.
Með því mundi vinnast, sagði Grímur, að þingið ynni ekki
alveg fyrir gíg, ef annað frumvarpið yrði staðfest, þó að
hitt félli. 1 þeim hluta nefndarfrumvarpsins, sem hann taldi
ekki vonlaust um, að hlyti staðfestingu konungs, ef gerður
yrði að sérstöku frumvarpi, er að vísu lítið, sem beinlínis
mundi auka sjálfstæði landsins, þó að þar væru ýmsar breyt-
ingar til bóta að öðru leyti.
Síra Arnljótur Ólafsson, sem einnig var í nefndinni, taldi
tiltækilegra að skipta frumvarpi hennar í tvo hluti að mestu
eins og Grímur Thomsen benti til. En síra Arnljótur tjáði
sig ósamþykkan meðnefndarmönnum sínum að efninu til
um skipun hinnar æðstu landsstjórnar og samband hennar
við konung.
Skoðanir þeirra Gríms og Arnljóts fengu lítið fylgi. Stjórn-
arskrárfrumvarp meirihluta nefndarinnar var samþykkt við
þriðju umræðu í neðri deild með 18 samhljóða atkvæðum og
afgreitt til efri deildar. Þar kom málið til fyrstu umræðu síð-
asta dag fyrir þingslit og féll svo niður á því þingi.
Landshöfðingjaskipti höfðu orðið milli þinganna 1881 og
1883. Hilmar Finsen lét af landshöfðingjaembætti og fór til
Danmerkur, en eftirmaður hans varð Bergur Thorberg. Hvor-
ugur þeirra tók til máls í umræðum um stjórnarskrármálið
á þeim þingum.
Stjórnarskrárfrumvörp Benedikts Sveinssonar og fylgis-