Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 110
108
Björn K. Þórólfsson
Skímir
Thorsteinsson. Einn þingdeildarmanna, Ólafur Pálsson, var
ekki á fundi. Allir viðstaddir þingdeildarmenn greiddu at-
kvæði nema forseti, sem ekki hafði atkvæðisrétt.
Stjórnarskrármálið kom til fyrstu umræðu í efri deild 10.
ágúst. Landshcfðingi andmælti frumvarpinu með sömu rök-
um, sem hann hafði fært fram í neðri deild. Hann taldi
sjálfsagt, að skipuð yrði nefnd í málið, en réð til að láta það
ekki fara frá þessu þingi sem samþykkt lög, heldur fresta því,
er þingið hefði íhugað það. Þá gæti ýmislegt komið fram
málinu til stuðnings og skýringar.
Samkvæmt uppástungu síra Benedikts Kristjánssonar var
sett fimm manna nefnd í málið. I hana voru kosnir Bene-
dikt Kristjánsson og Einar Ásmundsson, háðir með niu at-
kvæðum, Jón Pétursson með átta atkvæðum, Sighvatur Árna-
son með sjö atkvæðum, og Skúli Þorvarðarson með sex at-
kvæðum.
Stjórnarskrárnefnd efri deildar klofnaði eins og nefndin í
neðri deild. Meirihluti nefndarinnar lagði til að samþykkja
frumvarp neðri deildar með ýmsum breytingum, og skal
tveggja breytingartillagna nefndarinnar getið hér. Ákvæðið
um það, að landstjóri bæri ábyrgð fyrir konungi einum,
skyldi falla burt. Það ákvæði taldi nefndin óþarft og ekki við
eigandi að skipa fyrir um sambandið milli konungs og land-
stjóra. Ákvæði um kosningar til efri deildar lagði nefndin til
að orða þannig, að þingmenn hennar skyldi kjósa um land
allt eftir ákvæðum, sem sett yrðu í kosningalögum. Nefnd-
inni þótti réttara að kveða á um bundnari kosningaraðferð
en gert var í frumvarpinu, eins og það kom frá neðri deild.
Jón Pétursson var einn í minnihluta. Hann lagði til, að Al-
þingi sendi konungi ávarp og beiddist þess, að Island fengi
sérstakan ráðgjafa, er mætti á Alþingi. Jón gerði þá grein
fyrir minnihluta áliti sínu, að vegna ástandsins í Danmörku
mundi verða til einskis að samþykkja breytingar á stjórnar-
skránni. 1 uppástungu sinni sagði hann, að ekki lægi nein
stjómarskrárbreyting, en sú breyting, sem uppástungan fór
fram á, virtist nauðsynleg, þar sem auðsætt virtist, að undir
hvem hinna dönsku ráðherra, sem málefni Islands væru lögð,