Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 277
Skirnir
Bréf send Skírni
273
fleygt stórkostlega fram með grein Aðalgeirs Kristjánssonar í Skími, 1965,
bls. 148—158. Þessi grein bregður meira ljósi á söguna en allar doktors-
ritgerðir og allar greinar, sem um söguna hafa verið skrifaðar, nema grein
mín um Refinn og skassið í Gísla sögu, sem er ókomin í Andvara. Rangt
væri þó að gera Aðalgeir að doktor fyrir þessa grein, en það hefði Há-
skólinn átt að gera Jónas á sínum tíma og Lúðvík Kristjánsson fyrir bók
hans um Jón Sigurðsson við fyrsta tækifæri. Aftur á móti er upplagt að
gera Aðalgeir að heiðursfélaga Bókmenntafélagsins. Þegar eg skrifaði um
Gísla sögu (í Andvara) hafði eg ekki hugmynd um, hvar hún var skrif-
uð, nema það hlaut að vera ekki fjarri Rafnseyri, því þaðan var sagan
um Refinn úr pílagrímsför Rafns. En nú segir í Arons sögu í Sturlungu,
Reykjavik 1946,, II. bls. 258, að þegar Aron kom úr för sinni um Aust-
firði, þar sem hann fór um Fljótsdal og hitti marga höfðingja, kom að
Svínafelli í öræfum og vingaðist við höfðingja þar, þá kom hann loks í
Rafnseyri við Amarfjörð. Þar tóku við honum bræður tveir, Einar og
Sveinbjörn, synir Hrafns Sveinbjarnarsonar. Var hann þar veturinn 1222
—23, en fór um vorið 1223. Á þessum vetri ætti Gísla saga að hafa verið
skrifuð, því þarna var nú saman komin eigi aðeins Refssagan, heldur
einnig atvikið úr Droplaugarsona sögu með kýrnar bundnar saman á
hölunum úr fjósinu á Eiðum og eitthvað af táknvisudæmunum úr Þor-
steins sögu Síðu-Hallssonar, hvort sem þessar sögur hafa verið ritaðar
eystra og Aron haft þær með sér eða hann sagði þær. Líklegra þykir mér,
að hann hafi haft þær ritaðar, því eftir máli Þorsteins sögu, sem Peter
Foote hefur rannsakað, en Einar Öl. Sveinsson segir frá í Ritunartima
Islendingasagna (Reykjavík 1965, bls. 118), þá ætti Þorsteinssaga að vera
skrifuð um 1230—50 og þá auðvitað eldri en Njála. Nú hefur Einar Ól.
aftur sýnt, að Eyrbyggja er yngri en Gísla saga. Gæti hún þá verið rituð
skömmu eftir 1224 og væri þá eldri en Laxdæla saga, sem talin er rituð
1230—50. Nú er í Eyrbyggju kafli, sem vísar til Laxdælu, en í bók Ein-
ars um ritunartímann, bls. 108, getur hann þess, að hann sé innskot. Á
einum stað í þeirri bók getur Einar um Heiðarvíga sögu, að hún beri
ekki merki þess að hafa þekkt aðrar bækur, og gæti hún því verið eldri
en allar. Eg hygg þetta sé rétt hjá honum og gæti hún verið frá 1190
eða eldri. Nú hefur aldur Fóstbræðra sögu verið miðaður við aldur Mið-
sögu Ólafs sögu helga. Sigurður Nordal setti Fóstbræðra sögu um 1200,
en eg veit ekki, hvort tíminn 1190 geti samræmzt aldri Miðsögunnar.
En ef Fóstbræðra sögu er seinkað, verður að seinka Grænlendinga sögu
líka. Sigurður Nordal reyndi, sem von var, að finna þróunarlínuna í
Islendingasögum, og mun flest af því standast enn í dag. Til dæmis mun
Fóstbræðra saga og Heiðarvíga saga báðar vera mjög frumstæðar að stíl.
Þó gat snilldarverk eins og Orkneyinga saga verið eldra, en hún stendur
í sambandi við Konungasögurnar.
27. ágúst 1966,
Stefán Einarsson.
18