Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 120
118
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
koma fyrir ríkisráð Dana. Sú stefna, sem byggðist á þessum
grundvelli, hefur verið kennd við Benedikt Sveinsson og
nefnd benediska. Hann var upphafsmaður endurskoðunar-
stefnunnar á Alþingi og aðalmálsvari landstjórakröfunnar
bæði á Alþingi og utan þings.
Þegar Alþingi 1885 er borið saman við þingin 1881 og
1883, munar það miklu, hve þingmenn eru eindregnari í
sjálfstæðiskröfum 1885 en á hinum þingunum. Þingvalla-
fundurinn, sem haldinn var rétt á undan Alþingi, á vafalaust
mikinn þátt í þessu. Til hans er oft vitnað í ræðum endur-
skoðunarmanna. Hann var haldinn fyrir forgöngu Jóns Sig-
urðssonar á Gautlöndum, og mun réttilega mælt hjá Magn-
úsi Jónssyni, að sá fundur og þau áhrif, sem hann hafði, séu
glæsilegasta afrek Jóns og gerði hann þó margt vel.1)
Að öðru leyti munu endurskoðunarmenn hafa átt sinn
mikla sigur mest að þakka harðfylgi Benedikts Sveinssonar.
Mælska hans var rómuð jafnt af andstæðingum sem fylgis-
mönnum. Og auk þeirra áhrifa, sem hann hafði með ræðum
sínum, munu persónuleg áhrif hans einnig með öðrum hætti
hafa verið næsta drjúg. Viðurkennt var, að honum hefði tek-
izt betur en nokkurum manni öðrum að vinna til fylgis við
endurskoðunarstefnuna alþingismenn, sem voru á báðum átt-
um, einkum úr embættismannastétt.
Þó að landstjórakrafan væri grundvallaratriði í stjórnar-
skrárfrumvarpi Alþingis 1885 og einnig í stjórnarskrárfrum-
vörpum, sem Alþingi samþykkti síðar fyrir forgöngu Bene-
dikts Sveinssonar, var landstjóraskipulagið ekki eina lausn-
in, sem hann gat hugsað sér á stjórnarbótarmáli Islands.
Hann segir á Alþingi 1885 svo berlega sem eftir atvikum
var hægt, að þó að stjórninni líkaði ekki frumvarp Alþingis
og hún léti konung synja því staðfestingar, væri ekki fyrir
það girt, að Alþingi fengist til viðtals um frumvarp, sem
stjórnin kynni að koma með. Þegar ræður Benedikts eru at-
hugaðar, sýnist vafalaust, að skipulag, sem hann hefur talið,
að við mætti hlíta, ef landstjórakröfunni gæti ekki orðið
i) Saga Islendinga IX, 73.