Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 125
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
123
Alþingis 1871, að stöðulögin væru eigi bindandi fyrir Island.
í auglýsingunni segir, að staða Islands í ríkinu geri það nauð-
synlegt, að hin æðsta stjórn íslenzkra mála, sem og allra
mála ríkisins til samans, verði að vera í höfuðstað konungs,
eins og líka sé ráð fyrir gert í stöðulögunum. Stjórnarskipun-
armál íslands talið að fullu og öllu til lykta leitt með stjórn-
arskránni 1874 og sú von í ljós látin, að Alþingi fari ekki
að eyða tima, kröftum og fé landsins í árangurslausa stjórnar-
deilu og endurnýjaða baráttu til að koma fram kröfum, sem
gagnstæðar séu einingu ríkisins.1)
Þessi auglýsing, sem almennt var nefnd nóvemberauglýs-
ingin, mæltist illa fyrir hér á landi. Tilgangur stjórnarinnar
hefur auðvitað verið að aftra Islendingum frá að halda stjórn-
arskrármálinu til streitu, en afleiðingarnar urðu öfugar við
það, sem til var ætlazt.
Landshöfðingjaskipti urðu fyrri hluta árs 1886. Bergur
Thorberg andaðist 21. janúar og var Magnús Stephensen
yfirdómari skipaður landshöfðingi 10. apríl. Hann gegndi
landshöfðingjaembættinu, þar til það var lagt niður 1. febr-
úar 1904.
Alþingiskosningar, sem nú fóru í hönd, sýndu mikinn
áhuga þjóðarinnar á stjórnarbótarmálinu. Þingmálafundir og
kjörfundir voru betur sóttir en venjulegt hafði verið, og and-
stæðingar stjórnarskrármálsins fengu litla áheyrn hjá kjós-
endum. Fróði var eina blaðið, sem var andvígt öllum stjórn-
arskrárbreytingum. Þá voru ekki til stjórnmálaflokkar í nú-
tíma skilningi, og ekki er mér kunnugt um, að önnur skipu-
lögð samtök en þjóðlið Þingeyinga hafi unnið að þessum
kosningum. Það lið var jafn harðsnúið í kosningaundirbún-
ingi og það hafði fyrr verið um undirbúning Þingvallafund-
ar. Þjóðliðið samþykkti á fundi að Einarsstöðum 18. desem-
ber 1885, að frá þingmennsku þyrfti að bægja Arnljóti Ólafs-
syni, sem var fyrri þingmaður Eyfirðinga, og Tryggva Gunn-
arssyni, sem alls ekki mættu komast á þing. Þjóðliðið vann
að kosningu Benedikts Sveinssonar í Eyjafjarðarsýslu, en
2) Stjórnartíðindi 1885, A-deild, bls. 60—63.