Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 74
72
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
Steingríms Thorsteinssonar, „öxar við ána“, sem margir
munu kannast við. Helgi Helgason hafði samið lag við kvæð-
ið og lék undir sönginn með lúðraflokki sínum. 1 fyrsta er-
indi kvæðisins er nefnt þjóðlið, og mun skáldið hafa hugsað
til þjóðliðs Þingeyinga, sem átti frumkvæði að fundinum.1)
Fundarboðandi, Jón alþingismaður á Gautlöndum, setti
fundinn með hinum kjörnu fulltrúum klukkan 10 árdegis,
skýrði frá tilefni og tilgangi fundarins og gekkst fyrir kosn-
ingu fundarstjóra. Björn ritstjóri Jónsson var kosinn fundar-
stjóri með 24 atkvæðum og varafundarstjóri var kosinn Ind-
riði Einarsson, endurskoðandi, með átta atkvæðum. Fundar-
stjóri kaus til skrifara Jón Þórarinsson, skólastjóra i Hafnar-
firði, og kandídat Þorleif Jónsson frá Stóradal.
I fundarskýrslunni er ekki getið um rannsókn kjörbréfa
fulltrúa þeirra, sem til fundar voru komnir, en hún hlýtur
að hafa farið fram með einhverjum hætti, þegar er fundar-
stjóri var kosinn. Um hana eru þó ekki aðrar heimildir en
það, er Sigurður í Yztafelli segir frá atkvæðagreiðslu eftir
miklar umræður um kosningu fulltrúa þeirra, er þjóðlið Þing-
eyinga sendi á fundinn, hans sjálfs og Péturs Jónssonar frá
Gautlöndum. Var haft um þá nafnakall og kosning þeirra
tekin gild með 20 atkvæðum gegn 10. Sigurður getur þess
einnig, að umræður hafi orðið um það, hvort veita skyldi
Árna Þorkelssyni úr Grímsey fulltrúaréttindi. Hann var ekki
kosinn á fundinn, en svo lauk, að honum voru veitt réttindin.
Þar sem fulltrúar þjóðliðsins voru gildir metnir, höfðu Þing-
eyingar fjóra fulltrúa á fundinum, og má ætla, að mótstaðan
gegn þjóðliðsmönnum hafi komið til af því, að sumum þættu
áhrif Þingeyinga heldur mikil, ef þeir ættu svo marga full-
trúa. Ekki er annars getið, en fulltrúar Akureyringa væru
teknir gildir ágreiningslaust, þó að ekki væru þeir kosnir
!) Hannes Pétursson sýnir fram á það í bók sinni „Steingrímur Thor-
steinsson“ bls. 236—37, að viðlagið Fram, fram o. s. frv., sem jafnan er
látið fylgja hverju erindi þessa kvæðis, er ekki eftir Steingrím, heldur
Helga Helgason, sem samdi lag við kvæðið. Steingrimur leyfði, að þetta
viðlag væri haft, er kvæðið var sungið á Þingvallafundinum, og er það
að vonum prentað í blöðum eins og þar var sungið, en Steingrimur lét
ekki taka kvæðið upp í útgáfur ljóðmæla sinna.