Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 75
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
73
fyrir kjördæmi heldur aðeins af Akureyringum. Jón Stein-
grímsson segir, að Akureyringar hafi sent fulltrúa sína „í er-
indum bindindismálsins sérstaklega". Sigurður Jónsson getur
um ónafngreindan mann úr ölfusi, sem synjað hafi verið um
fulltrúaréttindi á fundinum, eins og sjálfsagt var, þar sem
Árnessýsla hafði sent tvo fulltrúa fyrir kjördæmið.
Fundarsköp voru samþykkt með atkvæðafjölda, þannig lög-
uð, að allir fundarmenn höfðu málfrelsi, þó svo, að fulltrúar
gengu fyrir og næstir þeim alþingismenn. Að sjálfsögðu höfðu
fulltrúar einir atkvæðisrétt.
Fulltrúar afhentu fundarstjóra fundaskýrslur og ávörp úr
héruðum til Þingvallafundar, og var það lesið upp á fundin-
um. Enn fremur var lesið ávarp til fundarins frá 20 íslenzk-
um stúdentum og kandídötum í Kaupmannahöfn dagsett 11.
júní, sem hljóðaði þannig:
„Vér íslendingar í Kaupmannahöfn, er ritum nöfn vor hér
undir, tökum innilegan hlut í öllum andlegum og líkamleg-
um framförum ættjarðar vorrar.
Allt það, sem vér því heyrum gert vera til þess að auka
þær og efla, gleður oss hjartanlega.
Ekki höfum vér fagnað því sízt, að enn á ný hefur verið
stofnað til almenns ÞiNGVALLA-fundar, til þess að gefa hin-
um beztu mönnum landsins kost á að ræða þar mál þess,
þau er mestu um varðar, og teljum vér þar fremst í flokki
stjórnarskrármál vort.
Um leið og vér hér með leyfum oss að þakka þeim, er
hafa stofnað til þessa fundar, óskum vér þess af heilum hug,
að hann fái afrekað það, er verði til blessunar fyrir börn
Islands í bráð og lengd.“
Þá var gengið til dagskrár. Aðalmál fundarins, endurskoð-
un stjórnarskrárinnar, var haft efst á dagskrá og fyrst tekið
fyrir. Um það var fyrst undirbúningsumræða, og tóku þátt
í henni auk fulltrúanna nokkrir alþingismenn og aðrir fund-
armenn. Tryggvi Gunnarsson sagði á Alþingi 1885, að á
Þingvallafundinum hefðu menn „fyrri part dagsins“ viljað
taka stefnu frumvarpsins frá 1883, og á Tryggvi vafalaust