Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 141
Skírnir
Frændsemis- og sifjaspell
139
sótt af biskups ármanni fyrir verzlegum dómi. Suðurmanna-
lögin eru sviplík fyrrnefndum. Upplendingalögin ákveða al-
mennt biskupi til handa 6 marka sekt. Helsingjalögin eru
skyld fyrrnefndum. Vestmannalögin eru fyrnskuleg, en sektir
lágar.
Þegar horfið er til norskra laga, verður líkingin mjög mikil.
Hún er svo náin, að óhætt er að benda á, að hin íslenzku
ákvæði hafi sprottið af þeim norsku, nema öfugt sé. f aðal-
atriðum eru ákvæðin sama eðlis, en bað stafar m. a. frá svip-
uðum refsirétti. Eitt atriði skal hér dregið fram til að sýna
mun. Það er, hvernig fyrst var talin ætt með því að nota
heitið kné, þar sem systkinabarn var 1. kné. Það kemur að
sumu heim við ákvæði Grágásar, sem t. d. gera ráð fyrir að
telja knérunnum, sem þar merkir að telja eftir kvíslum, og
merkir kvísl þá linea. Knérunnr virðist aldrei notað í merk-
ingunni liður. Síðar kemur fram kanónískt tal í liðum.
Með lögtöku Kristins réttar nýja 1275/1354 eru ákvæðin um
frændsemis- og sifjaspell færð úr verzlegum rétti í kirkjuleg-
an og undir dómsögu kirkjunnaar. Þá verður að taka fram, að
spell í 1. gráðu affinitatis vel consanguinitatis er skilgreint
sem ódáðaverk, sem refsað sé fyrir sem slíkt með tilliti til
Mannhelgisbálkar Jb og kemur því í senn undir verzlega og
andlega dómsögu, m. a. með upptöku eigna, er skiptist milli
kóngs og biskups, en guðsifjaspell í 1. gráðu cognationis spiri-
tualis, þ. e. milli guðföður og guðmóður eða -dóttur, telst sami
glæpur, ennfremur afbrot með nunnu. Að öðru eru refsi-
akvæðin miklu vægari, einfaldar stiglækkandi sektir í vað-
málsaurum, 36 aurar, 24 aurar og 12 aurar. Það er óhætt að
fullyrða, að meginhluta alþýðu hafi þetta verið æðiþung hegn-
ing. Ákvæði þessi eru svo í gildi fram yfir siðskipti, þar til
hinn hryllilegi Stóri-dómur gekk 30. júní 1564.
Einar Arnórsson ritaði merka ritgerð um Hvassafellsmál,
þ. e. mál frændsemisspella í 1. lið. Má því vísa til hennar
hér. Um sumar skoðanir höfundar má þó deila.
Til aukins skilnings má hafa hliðsjón af skriftaboðum Hóla-
biskupa, svndalausnarformálum nokkrum og tveimur statút-
um. Enn fremur ber að geta Helgafellsréttarbótar 10.6.1375,