Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 149
Ónáttúra og afskræming
147
Skírnir
vegu og kalla það sól ennis, skjöld brúna og hinn fræga brá-
Tnána brúna. 1 samanburði við augu hafa skáldin ekki mjög
mörg tilbrigði um eyru og nef, aðeins 15 og 5 tilbrigði. Egill
kallar eyru sín svo sem fyrr segir, hlustar munna, en nefið
miðstall brúna. En munn má kenna á 35 vegu og kalla hann
ordhof, land góma eða tanna, smiÖju galdra og þorp þrœtu.
Ekki verður af þessu séð, að skáldunum hafi verið ósýnna um
að afskræma höfuð manna en Picasso. Dæmin eru úr Clavis
poetica Gröndals, en eins mátti skrifa þau upp úr Skáldskapar-
málum 87. kapítula eftir Snorra.
Eitt einkenni dróttkvæða er reglulaus og ónáttúrleg orðaröð.
Þetta stóð ekki Finni Jónssyni, fræðimanni íslenzkum, fyrir
svefni, því að hann hafði lært af órækum dæmum eins og
hái var 13- meÖ jötnum -unnr nýkomin sunnan, þar sem
jafnvel eiginnafnið IÖ-unn var sundurslitið af tmesis, en svo
kölluðu Grikkir slika klofninga. En Ernst A. Kock í Lundi
eyddi fjórðungi aldar í það að reyna að lesa vit í það, er hann
kallaði band- eða hringavitleysur Finns Jónssonar. Þótt niður-
stöður hans væru oft bæði einfaldar og snjallar, þykir mér
ekki líklegt, að krafa hans til alls skáldskapar, að hann ætti
að vera fullkomlega skiljanlegur, ætti nokkuð betur við um
dróttkvæðaskáldin, sem ortu eins myrkt og stirt og þau gátu,
heldur en um nútimaskáldin og listamennina, sem gefa ekki
tvo aura fyrir, hvort menn skilja þá eða ekki, ef þeir aðeins
eru vissir um að hneyksla lesendur eða áhorfendur. Og víst
er það, að dróttkvæðaskáld gáfu nútímaskáldum og nútíma-
málurum ekkert eftir í frumleik, annars hefðu nöfn þeirra
ekki lifað fram á þennan dag eins og nöfn kónga og afreks-
tnanna, þau hafa þess vegna, að því er virðist, aldrei látið
sig muna um það að „yrkja um sjálf sig,“ eins og Matthías
sagði um Stephan G.
Ef leitað er að torfi og moldviðri í nýtizkuskáldskap, má
eflaust fá nóg af dæmum, er jafnist á við moldviðri, nykraðan
stíl og ónáttúrlega orðaröð í dróttkvæðum. Ein blaðsíða í
Ulysses, að maður tali nú ekki rnn Finnegans Wake eftir
James Joyce, er tæplega auðlesnari en erindi í Þórsdrápu
eftir Eilíf Goðrúnarson, en sú drápa hefur verið talin tor-