Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 23
Skirnir
Hið íslenzka bókmenntafélag
21
raun réttri lokið að stofna félagið, þó að lög þess væru ekki
að fullu ákvörðuð fyrr en seinna.
Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað til að styðja ís-
lenzkar bókmenntir og tungu. Það var nokkurs konar fram-
hald af Lærdómslistafélaginu, enda runnu eignir þess til Bók-
Menntafélagsins. Starfsemi Landsuppfræðingarfélagsins var
hins vegar mjög farin að dvína, þegar þetta gerðist, svo að
Bókmenntafélagið kom að vissu leyti í opið og ófullt
skarð.
Bókmenntafélagið hófst þegar handa með bókaútgáfu. Árið
eftir að félagið var stofnað, komu út á vegum þess ársrit
félagsins, íslenzk sagnablöS, og fyrsta deild Sturlungu. Síðan
komu Islands árbœkur eftir Jón Espólín og Almenn landa-
skipunarfrœSi eftir Gunnlaug Oddsson. Islenzku sagnablöðin
komu út fram til ársins 1826, en Skírnir hóf göngu sína árið
1827, en hann var nánast framhald sagnablaðanna. Þá má
næst telja útgáfur á LjóSmœlum sr. Stefáns Ólafssonar í
Vallanesi árið 1823, Paradísarmissi Miltons í þýðingu sr.
Jóns Þorlákssonar á Bægisá, íslenzkt orSskviSa- og málshátta-
safn eftir sr. Guðmund Jónsson á Staðastað, Islenzka grasa-
frœSi eftir Odd Hjaltalín lækni og Ævisögu Jóns Eiríkssonar
konferenceráSs. Hér verða ekki taldar upp allar útgáfur Bók-
menntafélagsins, en ekki má undan fella að gera grein fyrir
því, að félagið aflaði sér þegar í upphafi verulegs styrktarfjár,
sem gerði því kleift að ráðast í þessa útgáfustarfsemi, og það
náði þegar í upphafi furðumikilli útbreiðslu hér á landi.
Rasmus Christian Rask sagði af sér sem forseti Bókmennta-
félagsins á fundi í Kaupmannahafnardeildinni 15. marz 1831.
Ástæðan til þess var sú, að hann hafði lent í ritdeilu við
Raldvin Einarsson vegna þýðingar Fornfræðafélagsins á
Knytlinga sögu. Enda þótt þetta kæmi Bókmenntafélaginu lít-
ið við, skapaði það væringar milli Rasks og íslenzkra stúdenta.
Þessi deila hefði getað orðið félaginu afdrifarik, en bæði Rask
°g Baldvin lifðu skamma stund eftir þetta, og sundurþykkjan
fór í gröfina með þeim. Þorgeir Guðmundsson, síðar prestur,
varð forseti Kaupmannahafnardeildarinnar á eftir Rask. Hann
sýndi mikla lagni í því að draga úr þeim viðsjám, sem urðu