Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 126
124
Björn K. Þórólfsson
Skímir
hann hafði verið þingmaður Norðmýlinga.1) Nú var hin
bezta samvinna með Benedikt og þjóðliðinu, sem ekki mun
beinlínis hafa verið vinveitt sýslumanni Þingeyinga, þegar
það var stofnað.
Svo fór, að hvorki Arnljótur né Tryggvi urðu í kjöri. Pétur
biskup sagði af sér þingmennsku, og var Arnljótur skipaður
konungkjörinn þingmaður í hans stað. Tryggvi fékk þær
fréttir frá Sunnmýlingum, að framboð hans þar í sýslu
mundi vonlaust, enda hætti hann ekki á það. Hinir þjóð-
kjörnu þingmennirnir þrír, sem greitt höfðu atkvæði gegn
endurskoðun stjórnarskrárinnar, féllu. f Reykjavík féll Hall-
dór Kr. Friðriksson fyrir héraðslækni þar, dr. med. Jónasi
Jónassen, síðar landlækni, sem í stjórnarskrármálinu var ekki
síður hægfara en Halldór. Grímur Thomsen var endurkos-
inn þingmaður Borgfirðinga, þó að allir vissu, að hann var
andvígur endurskoðunarmönnum, en vegna forsetaembættis
síns á þingi 1885 hafði hann ekki getað beitt sér.
1 kosningunum 1886 varð mikil breyting á skipun Alþingis.
Nýir þingmenn voru 15 eða helmingur þjóðkjörinna þing-
manna. Meðal þeirra voru nokkurir, sem fengust við stjórn-
mál fram á þessa öld og voru rómaðir þingskörungar, svo
sem Jón Jónsson frá Arnarvatni, löngum kenndur við Múla,
og síra Sigurður Stefánsson. Einn hinna nýkjörnu þingmanna
var Sigurður Jónsson, sýslumaður Snæfellinga. Auðsætt er,
að stjórnarskrármálið gat ekki átt nema lítinn þátt í allri
þessari breytingu á skipun þingsins. En ný kynslóð var að
koma til skjalanna.
Þegar á þing var komið, áttu endurskoðunarmenn svo til
allt þjóðkjörið lið. Jón á Gautlöndum var kjörinn forseti
neðri deildar og Benedikt Sveinsson forseti sameinaðs þings.
Nú lagði stjórnin ekkert frumvarp fyrir þingið. Þegar á
fyrsta fundi neðri deildar lýsti Benedikt Sveinsson vonbrigð-
um sínum yfir því, að stjórnin lagði ekki frumvarp síðasta
Alþingis til stjórnarskipunarlaga f}rrir þetta þing. Hann flutti
ásamt fjórum þingmönnum öðrum, síra Lárusi Halldórssvni,
!) Jón Sigurðsson: Sigurður í Yztafelli og samtiðarmenn, bls. 148—150.