Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 112
110
Björn K. Þórólfsson
Skimir
Hallgrímur sagði, að sér virtist þingið nú jafnvel í meiri
vanda statt en nokkuru sinni fyrr. Á þingmálafundum hefðu
það verið fyrst og síðust orð, sem kjósendur lögðu þingmönn-
um sinum á hjarta: Munið eftir stjómarskipuninni, hrindið
henni fram í sem frjálslegast horf. 1 sama tilgangi sem
þingmálafundir í hémðum hefði verið haldinn fundur á
Þingvöllum af kjörnum mönnum víðast af landinu, og þar
hefði langmest áherzla verið lögð á stjórnarskipunarmálið.
Hins vegar kom svo orðsending stjórnarinnar, þegar á þing
var setzt. Þegar þessar raddir hljómi hvor með sínum hljóm
telur hann, að þingið sé í vanda statt. Þingmenn gætu ekki
kallazt fulltrúar þjóðar sinnar, ef þeir vildu ekki fylgja vilja
hennar og leggja kapp á að vinna að þjóðþrifamálum. Þeir
brygðust skyldu sinni og köllun sinni, ef þeir skelltu skoll-
eyrum við þeim vilja þjóðarinnar, sem hún síðast og ríkast
fól þeim að framfylgja. En hins vegar sé skylt að taka til-
lit til skoðana stjómarinnar og taka þær til greina, einkum
í svo miklu vandamáli sem þessu.
Nú segir Hallgrímur, að kunnugt sé, hvernig neðri deild
hafi snúizt við þessum röddum. Einnig hafi meirihluti stjórn-
arskrárnefndar efri deildar ráðið til að samþykkja frumvarp
neðri deildar næstum óbreytt. 1 stjórnarskrárnefndum beggja
deilda hafi orðið ágreiningur, og fari tillögur beggja minni-
hlutanna í sömu áttina hér um bil, ráða til, að þingið sendi
ekki frumvarp um breytingu á stjórnarskránni frá sér, en
biðji konung að skipa svo til, að ráðherra Islands mæti á
þinginu. Gæti þetta fengizt, væri mikið unnið. „En þegar
nú meirihlutinn hallast að því“, segir Hallgrímur, „að bera
fram fyrir hans hátign konunginn fullar óskir sínar og þjóð-
arinnar, þrátt fyrir bendingar stjórnarinnar, þá vil ég ekki
með atkvæði mínu standa fyrir því, að þingið geti komizt
fram með óskir sínar og bænir fyrir hans hátign“. Hann
kveðst þó gera þetta með nokkurum kvíða vegna kostnaðar-
ins við hina fyrirhuguðu landstjórn, sem hann taldi að ekki
mundi verða landssjóði minni útgjaldaauki en 40—50 þús-
und krónur á ári. Vantreystir því þó ekki, að þjóðin geti ris-
ið undir þeim kostnaði.