Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 209
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
207
Af þeim 11 mönnum, sem alls sátu þessa fundi, voru 2
þjónar kirkjunnar, sem sóttu þá alla. Það voru þeir Stein-
grímur biskup og Árni Helgason, stiftprófastur í Görðum á
Álftanesi. Virðuleg embætti þeirra, menntun, aldur og búseta
í næsta nágrenni Reykjavíkur, allt gerði þetta þá næstum
sjálfkjörna. Þá var stjórnarhollusta þeirra fullkomlega af
gamla skólanum, enda nutu þeir alla ævi óskiptrar hylli
konungs síns og yfirboðara.
Kvaðning embættismannanna reyndist undanfari innlends
ráðgjafarþings. Nýr konungur, Kristján VIII., sem árið 1839
tók við ríkjum af frænda sínum, Friðriki VI., var hæfilega
rómantískur til þess að heillast af fornaldarljóma Alþingis
við öxará. Með það Alþingi í huga, sem segir frá í forn-
sögunum, en ekki þá hryggðarmynd, sem dómþingsnefna
síðustu alda hafði verið, lét hann leiðast til að gefa íslending-
um þjóðkjörið ráðgjafarþing. Skyldi það koma saman á Þing-
velli við öxará — eða annars staðar — og kallast Alþingi,
þótt hvorki hefði það snefil af löggjafarvaldi né dóms-
valdi. Búandmannlegt raunsæi Jóns Sigurðssonar og fáeinna
manna annarra hrökk samt til að afstýra því að setja slíkri
samkundu mótsstað á mosaflákunum austan Almannagjár,
fjarri aðsetri stjórnarvalda, hvað þá heldur skjala- og bóka-
söfnum.
Tilskipunin um stofnun ráðgjafarþingsins er frá 8. marz
1843,5) og var gert ráð fyrir, að þingið tæki til starfa
sumarið 1844. Þá fóru hinar fyrstu kosningar fram, en hins
vegar kom þingið ekki saman fyrr en 1. júlí 1845. Þingmenn
skyldu vera 20 þjóðkjörnir og 6 konungskjörnir („Sömuleiðis
viljum Vér tilskilja Oss eftir kringumstæðunum að nefna
allt að 6 meðal landsins embættismanna, 2 andlega og 4
veraldlega, til meðlima nefndrar samkomu,“ segir í 2. gr.
tilskipunarinnar.).
Alls urðu ráðgjafarþingin 15, sé þjóðfundurinn með þeim
talinn. Voru þau háð annað hvert sumar frá 1845 til 1873
í sal Lærðaskólans í Reykjavík, þjóðfundurinn 1851, en til
hans var kosið sérstaklega og með talsvert rýmri kosningarétti
en til reglulegra þinga. Enn fremur voru 2 þjóðfundarfull-