Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 271
Skímir
Samtíningur
267
hans horfði á bast, en annað á kvist. Hann var hermaður allmikill og
fullur upp af göldrum og gjörningum og rammur að afli og fékk sigur
í hverri orustu." (Nitida saga, Kh. 1965, bls. 8.)
1 J.Sig. 166 fol. er nokkuð annar texti. Þar segir til að mynda, að
Heiðarlogi hafi verið skotineygður og „skúlmynntur, útskeifur og undinn
beinum". Þar segir og, að annað auga hans horfði á bast, en annað á
tvist, og svo er í fjölda annarra handrita og í samræmi við talsháttinn nú
á dögum.
Víðar er sagt frá köppum, sem ekki höfðu gott augnalag, einkum ef
þeim var þungt í skapi. Svo segir af Agli Skalla-Grimssyni, þegar hann
sat í höll Aðalsteins Englakonungs eftir lát Þórólfs bróður síns. Af írska
kappanum Cúchulin segir, að þegar vígamóðurinn kom yfir hann, af-
myndaðist andlitið, og lokaðist þá annað auga hans, svo að ekki var það
stærra en svo sem eitt nálarauga, en hitt opnaðist og varð stórt sem
tréskál.
Vísast er, að þegar segir, að annað auga Heiðarloga horfði á bast, en
hitt á tvist, hafi þau horft hvort í sína átt, ekki að hann hafi verið til-
eygður, eins og orðin virðast skilin í útgáfunni 1965.
42.
Aristóteles (Politic. IV, 3, p. 12895, 38 o. áfr.) segir svo, að í Eritreu,
i Chalkis, Magnesíu við fljótið Maiander og víðar í borgum Litlu-Asíu
hafi meginafl hersins verið fólgið i riddara- og vagnaliði. Svo kynlega
vill þá til, að í Eritreu tíðkast mjög, að i tvíliða mannanöfnum sé annar
liðurinn heiti á hesti (hippos). Væntanlega heyrir vagnalið frekar til
fyrri tíðar, bronzaldar, riddaralið frekar til siðari tíma. Hve mikið hefur
kveðið að vagnaliði forðum, má gjörla sjá af rismyndum af herkonungum
Egypta og Assýríumanna. Og hve iðulega er talað um vagnalið i Biblíunni.
En hin þróttmesta frásögn, sem að þessu lýtur, er sagan af Jehú hers-
höfðingja í II. Konungabók, 9. kapítula.
Þar segir, að Ahasja Júdakonungur hafi farið til liðs við Jóram Akahs-
son Israelskonung á móti Hasael Sýrlandskonungi, en Jóram var mikill
Baalsdýrkandi, eins og verið höfðu faðir hans og móðir, en móti Baals-
dýrkun börðust spámennimir af alefli. Þá sendi Elísa spámaður einn
sveina sinna og bað hann smyrja Jehú hershöfðingja til konungs yfir
Israel. En er menn hans vissu þetta, tóku þeir hann til konungs. Síðan
steig Jehú á vagn sinn og hélt til Jesreel, þvi að þar lá Jóram, og Ahasja
Júdakonungur var kominn þangað til að vitja um Jóram. En sjónarvörð-
urinn stóð uppi á turninum í Jesreel, og er hann sá flokk Jehús koma,
sagði hann: Ég sé flokk manna. Þá mælti Jóram: Tak riddara og send
móti þeim til þess að spyrja þá, hvort þeir fari með friði. Riddarinn fór
í móti honum og sagði: „Konungur lætur spyrja, hvort þér farið með
friði.“ En Jehú svaraði: „Hvað varðar þig um það? Snú við og fylg mér.“
Konungur sendir nú annan riddara, og fer allt á sömu leið. Varðmaður-