Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 223
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
221
1913. Hann var í Heimastjórnarflokki. Áður hafði hann
setið á þingi fyrir Árnessýslu 1881—1885 (sjá þar). Hann
var Reykjavikurstúdent og prestaskólamaður. Sonur hans var
Pétur ráðherra og bankastjóri.
Snæf ellsnessýsla
var einmenningskjördæmi allan tímann, og af 19 þingmönn-
um þaðan voru 5 prestar, allir prófastar einhvern tíma.
Árni BöSvarsson, prestur í Nesþingum undir Jökli, síðar
á Setbergi og Eyri við Skutulsfjörð (Isafirði), eldri bróðir
Þórarins prófasts í Görðum, var 2. þjóðfundarmaður Snæ-
fellinga, en ekki frekar við stjórnmál orðaður. Hann var
Bessastaðastúdent.
Fyrir annað kjörtímabil ráðgjafarþingsins kusu Snæfell-
fellingar FriSrik Eggerz í Akureyjum, fyrrum aðstoðarprest
og síðar prest í Skarðsþingum, afa Sigurðar Eggerz ráðherra.
Friðrik kom aldrei til þings, en sæti hans 1853—1857 skipaði
varaþingmaðurinn, Eiríkur Ólafsson Kúld, þá aðstoðarprestur
föður síns, sr. Ólafs Sívertsens í Flatey. Síðar var Eiríkur um
tveggja áratuga skeið þingmaður fyrir Barðastrandarsýslu
(sjá þar).
Sveinn Níelsson, prestur á Staðastað, var þingmaður Snæ-
fellsnessýslu 1865 og 1867, en áður hafði hann verið á þjóð-
fundinum fyrir Húnavatnssýslu. Hann lenti í minnihlutanum
í fjárhagsmálinu 1865, hvort sem það hefur kostað hann
þingsætið. Sr. Sveinn var faðir Hallgríms biskups. Hann var
Bessastaðastúdent.
Eiríkur Gislason, prestur á Staðastað, var þingmaður 1894—
1899. Hann var prestur á fimm stöðum alls, síðast á Prest-
bakka í Hrútafirði, og var prófastur á Ströndum 1902—1920.
Hann var einn þeirra, sem greiddi stjórnarskrárfrumvarpi
Benedikts Sveinssonar atkvæði í síðasta sinni, sem það kom
til atkvæða á Alþingi.17) Einnig var hann í hópi hinna fyrstu
andstæðinga dr. Valtýs Guðmundssonar á þinginu 1897.18)
Sr. Eiríkur var Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður.
SigurSur Gunnarsson (yngri, — til aðgreiningar frá frænda
hans sr. Sigurði á Hallormsstað), eftirmaður sr. Eiríks Kúlds