Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 64
62
Björn K. Þórólfsson
Skímir
manna hans á þingunum 1881 og 1883 stefndu að því að
flytja stjórnvald yfir sérmálum íslands inn í landið. Þó
mundi það stjórnskipulag, sem fram á var farið í þeim frum-
vörpum, vera mikill gallagripur, þar sem landshöfðinginn,
konunglegur embættismaður skipaður ævilangt, átti að vera
ráðgjafi. En Benedikt lýsti því fyrir hönd stjórnarskrárnefnd-
ar á þingi 1883, að hún vildi ekki um beina nauðsyn fram
fjarlægjast það fyrirkomulag, sem var samkvæmt gildandi
stjórnarskrá. Þess vegna hefur nefndinni þótt tiltækilegra að
fara fram á það, að landshöfðinginn yrði gerður að ráðgjafa,
en stinga upp á gjörsamlega nýrri skipun á stjórn landsins.
En nú var þess ekki langt að bíða, að hafin væri barátta
fyrir meiri og fullkomnari stjórnarbót.
Það sést af því, sem þegar er sagt, að á þingunum 1881
og 1883 hefur ekki rikt eldlegur áhugi um endurskoðun stjórn-
arskrárinnar. Jón Ölafsson, ritstjóri og skáld, sem sat á báð-
um þessum þingum, segir í ræðu á samkomu, sem haldin
var í Reykjavík á 10 ára afmæli stjórnarskrárinnar, 2. ágúst
1884, að meirihluti þingmanna sé endurskoðun hennar mót-
fallinn, en fæstir þeirra hafi einurð á að láta skoðun þessa
opinberlega í ljósi, heldur beiti þeir brögðum til þess að mál-
ið geti ekki orðið útrætt.1) Þetta getur ekki talizt glæsileg
lýsing, en að vísu mátti nokkur afsökun vera í því fólgin,
að um þetta leyti var hér á landi hið mesta harðæri, sem
eðlilegt mætti kalla, að drægi úr mönnum kjark og áræði til
að hefja erfiða stjórnmáladeilu. 1 Danmörku sat að völdum
ráðuneyti Estrups, sem beitti vinstrimenn og aðra frjálslynda
þar í landi hinu mesta harðræði, svo að nærri var höggvið
grundvallarlögum Dana, ef þau voru ekki beinlínis brotin.
Lítil von var til þess, að slík stjórn mundi sinna frelsiskröf-
um Islendinga. Þrátt fyrir allt þetta sá Benedikt Sveinsson
aðeins eina skuggahlið á stjórnarskrármálinu, sem sé þá, ef
Alþingi afsalaði sér með aðgerðaleysi geymdum kröfurétti til
L Þjóðólfur. Viðaukablað við XXXVI, 33, 27. ágúst 1884. Jón Ölafs-
son var ritstjóri Þjóðólfs 1883—1885.