Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 179
Skimir
Kormakur skáld og vísur hans
177
223 ór; 222 skjaldi1); aldregi 225, 68; 68 þeima; 702 hvaðar-
(skrifað hvaðran-, en leiðréttingin er nauðsynleg). Miðstigs-
myndin 18optarr (hending : svarra) kemur líka fyrir í vísu
eignaðri Hólmgöngu-Bersa (Korm. s., lv. 44) og kvæði eignuðu
Óttari svarta (3, 69 sunnarr), og í handritum er oft skrifað
svo. Orðmyndin er trauðla grunsamleg. Lítill vafi er á, að
rétt er og skylt að breyta 134 ‘þorf eng’ í ‘þorfgi’, og 187
‘várar’ í ‘órar’ vegna stuðlasetningar.
8. Miklu merkilegra er annað, sem víða kemur fyrir
vísunum: það er orðið, eða réttara sagt orðin, of. Forsetningin
o/ er algeng; ég hef þótzt finna í texta M af vísum Kormaks
15 dæmi hennar, en 7 dæmi um myndina ‘um’. Aftur á móti
taldist mér svo til, að þar væru 17 dæmi fyllingarorðsins.
Vera má, að eitthvað af þeim sé ‘potentiales of’, sem Hans
Kuhn nefnir svo, en textinn þolir vel frádrátt; á 10. öld segir
Kuhn, að til jafnaðar séu 10 dæmi á 10 bls. í Skjaldedigtning
A,2) en vísur Kormaks ná rétt aðeins á 11. blaðsíðuna. Að
vonum eru mörg dæmi fyllingarorðsins á undan lýsingarhætti
þátíðar (154, 253, 261, 301, 331, 691, 701, 711, 795, 817),
enda helzt það fram á síðara hluta 13. aldar. En það er víðar
hjá Kormaki, stundum á stöðum, þar sem þess væri varla von
á dögum söguritarans. Um ‘of’ á undan nafnhætti sagna eru
fimm dæmi (511'5, 704, 714, 771), þar á meðal ‘of tœja
(tanna)’, sbr. gotn. ataugjan; eitt dæmi er á undan persónu-
hætti sagnar (697).3) Loks kemur fyrir eitt dæmi um fyll-
ingarorðið framan við nafnyrðing (nomen) 607 ‘of hugsi’.
A 11. öld hverfur það úr sögunni, og stafa hin fáu síðari
dæmi af stælingu eldri kvæða. Slíkt er ekki líklegt um hið
hversdagslega orð ‘hugsi’. Ég hef ekki borið við að reyna,
hvort víðar mætti koma fyrir fyllingarorðum en þau eru í
texta sögunnar.
4) Sbr. Finnur Jónsson: Det norsk-islandske skjaldesprog 56.
2) Sjá Das Fiillwort of — um im Altwestnordischen, 1929, 84.
3) Mundi ekki 547 ‘ok’ (skammstafað) milli fyrsta og annars orðs í
leiðréttum texta þessa vísuorðs, vera villa fyrir ‘of (of angra)?
12