Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 181
Skímir
Kormakur skáld og visur hans
179
fátíðar,1) en þó telja sumir fomir fræðimenn þær gildar, og
sama er um marga síðari tíma menn. Ekki skal hér farið að
ræða um það, hvernig þessar kenningar hafa orðið til, aðeins
þá staðreynd, að þær koma fyrir í varðveittum vísum höfuð-
skálda eða þá góðskálda. Loks má nefna hér svokallaðar ‘hálf-
kenningari þ. e. umritanir, þar sem kenniorð vantar. Dæmin
úr vísum Kormaks í M eru: 6 ‘sága / snyrtigrund’, 153 ‘Ilmi’,
243 ‘reiði-Sif’, 4 ‘mnnr’, 332 ‘Gefn’, 627 ‘Hrund’, 845 ‘Sága’.2)
VII.
Nú skal hverfa að varðveizlu vísnanna. Sumir virðast
halda, að allt sé fengið, ef menn þykjast vita, að visur eða
söguefni sé úr munnlegri geymd, þar sé ekkert að finna nema
sannleikann. Þessu er ekki svo farið. Þvert á móti, allt sem
varðveitist munnlega við þau skilyrði, sem hér er um að ræða,
er breytingum undirorpið, og það þó að fróðir menn hafi stutt
að varðveizlunni. En gleymskan getur náð yfir endingu orðs
eða fleiri orða, og raskast merking við það. Ef vísan er þá
skráð óbreytt, má búast við texta líkum þeim, sem er í vísum
Kormaks í M. En gleymskan getur líka afmáð hluta af visu,
lengri eða skemmri, getur jafnvel sólgið vísuna alla. Gleymsk-
an dregur að jafnaði á eftir sér uppfyllingu eða aðrar umbætur
þeirra, sem vilja hafa vísuna heila og helzt rétta. Því meira
sem glatað er af vísu, því meiri verður þá endursköpunin. Til-
viljun ræður nokkru um, hve varðveitendur eru traustir, og
varðveizla visna Islendingasagna er í heild sinni fráleitt eins
traust og konungakvæða. Nú kann vísan að fara margra á
milli, og er svo margt sinnið sem skinnið; margir reyna að
varðveita vel og fara samvizkusamlega að í leiðréttingum, en
x) R. Meissner, fyrrgr. rit 419, 408 (sól, dis); K. Reichart, l.b.
2) Sbr. Hans Kuhn, Germanische Philologie, Festschrift f. Otto Rehagel,
1934, 416, telur auk þess 77 ‘fœgi-Freyja’, en ef vísan er tekin upp svo
sem gert er í ísl. fomr. VIII, 213, þarf að kalla engra breytinga við; 617
‘tróða’, hér vantar eitt atkvæði í vísuorðið, og er einsætt að taka upp
viðbót Konróðs Gíslasonar ‘auðs’ (Njála II 195), og það því fremur
sem orðin eru svo lik, að eðlilegt er, að skrifara yrði á að skjótast yfir
annað þeirra. Um dæmin í 6 og 24 sjá síðar.