Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 265
EINAR ÓL. SVEINSSON:
SAMTÍNINGUR.
Hugdettur og ábendingar.
32.
Snorri segir svo í Heimskringlu (Haralds sögu gráfeldar), að Eyvind-
ur skáldaspillir orti drápu um alla Islendinga, en þeir launuðu svo, að
hver bóndi gaf honum skattpening. Sá stóð þrjá peninga silfurs vegna og
var hvítur í skor. En er féð kom fram á alþingi, þá réðu menn það af
að fá smiði til að skíra silfrið. Síðan var ger af feldardálkur, en þar af
var greitt smíðarkaupið. Þá stóð dálkurinn fimm tigu marka. Hann sendu
þeir Eyvindi, en Eyvindur lét höggva sundur dálkinn og keypti sér hú
með. Þá var hallæri mikið í Noregi, og olli það þvi, að Eyvindur lógaði
dálkinum. En síðan keypti Eyvindur síld og galt fyrir bogaskot sitt. Um
þetta orti hann tvær lausavísur. I annarri þeirra kemur fyrir nafn Islend-
inga með eftirfarandi móti:
Fengum feldarstinga
fjprð ok galt við hjprðu,
þanns álhimins útan
oss lendingar sendu.
Feldarstingi þessi er dálkurinn, sem hann galt fyrir búfé (hjprðu), en
orðið fjgrS merkir án efa „í fyrra“. Þanns (á við feldarstinga) álhimins
lendingar sendu oss útan; álhiminn er ís.
Líklega er þetta elzta erlenda heimildin, sem enn er varðveitt og nefn-
ir Islendinga á nafn. Áður er Island nefnt í visu eignaðri Kormaki skáldi,
og önnur íslenzk fornskáld geta landsins alloft síðan, og þegar á ll.öld
er það nefnt í skráðum heimildum íslendinga. I Islendingadrápu (lík-
lega frá 12. öld) kemur þjóðarnafnið fyrir með líkum hætti og í lausa-
vísu Eyvindar; er hún þar nefnd „hv[a]ls búðar húðlendingar“, og er
litill efi á, að það er stæling á orðum Eyvindar.
1 uppskrift af Oddeyrardómi 1551 sem sögð er með hendi Erlends Öl-
afssonar, „eftir blöðum frá Bæ í Flóa frá Þuríði Sæmundsdóttur“ (J.Sig.
375, 4to, bls. 155—58), er hnýtt aftan við athugasemdum, harla merki-
legiun. Um ýmsa menn og lönd eru viðhöfð dulmæli, óefað til að gera
athugasemdina sem torskildasta. Þó ber svo við, að í stað kenningar Hauks
á nafni Islendinga („hvals búðar húðlendingar") er hér við haft upphaf
2. vísu Islendingadrápu: „H[v]als mun ek hvassa telja“. Athugasemdin
er annars á þessa leið: